Krefst bóta vegna læknamistaka 7. október 2006 08:30 LÆKNAVAKTIN Er mjög útsett fyrir kvörtunarmálum, segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlækinir. Kona um fimmtugt undirbýr nú bótakröfu vegna rangrar sjúkdómsgreiningar sem hún telur sig hafa orðið fyrir á Læknavaktinni í Kópavogi. Konan veiktist í vor og fór á Læknavaktina. Hún telur sig ekki hafa fengið rétta sjúkdómsgreiningu þar, en síðar kom í ljós að hún var með heilahimnubólgu. Hún lenti í langvarandi veikindum og síðan endurhæfingu á Grensásdeild. Grímur Sigurðarson lögfræðingur konunnar staðfesti við Fréttablaðið, að í undirbúningi væri bótakrafa á hendur því vátryggingafélagi sem tryggi starfsemi Læknavaktarinnar, samkvæmt lögum um sjúklingatryggingar. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir kveðst kannast við þetta tilvik, en tjáir sig ekki um einstök mál. Það er alltaf eitthvað um að mál vegna meintra læknamistaka komi inn til embættisins, segir hann. En þau hafa ekki verið mjög mörg gagnvart Læknavaktinni síðastliðin ár. Hingað koma mál af ýmsum toga sem varða kvartanir á heilbrigðisþjónustunni. Hins vegar höfum við engar upplýsingar um mál sem kunna að vera rekin fyrir dómstólum. Þau eru þá komin úr okkar höndum. Matthías bendir á að Læknavaktin sé mjög útsett fyrir kvörtunarmálum, sem og slysa- og bráðadeildir sjúkrahúsanna. Okkur berast á bilinu 230 til 250 mál frá einstaklingum á ári hverju, segir hann. Þau geta spannað allt frá því að einhverjum líki ekki framkoma heilbrigðisstarfsmanns til alvarlegri hluta, sem geta haft einhver áhrif á heilsufar viðkomandi. Hann segir að samkvæmt læknalögunum beri sjúkrastofnunum að tilkynna landlæknisembættinu ef eitthvað óvænt eigi sér stað við meðferð sjúklings. Sú tilkynningaskylda sé á hendi forstöðumanns eða yfirlæknis. Hann beri jafnframt ábyrgð á því að sérhver óvæntur skaði sé rannsakaður og afgreiddur. Málum sem tilkynnt séu með þeim hætti hafi fjölgað. Matthías bendir á mikilvægi sjúklingatryggingar. Tilgangur hennar er að auka bótarétt sjúklinga, sem bíða heilsutjón vegna áfalla í tengslum við meðferð. Ekki þarf að sýna fram á sök eða vanrækslu heilbrigðisstarfsfólks. Bætur greiðast án tillits til þess hvort einhver beri skaðabótaábyrgð samkvæmt reglum skaðabótaréttar. Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Sjá meira
Kona um fimmtugt undirbýr nú bótakröfu vegna rangrar sjúkdómsgreiningar sem hún telur sig hafa orðið fyrir á Læknavaktinni í Kópavogi. Konan veiktist í vor og fór á Læknavaktina. Hún telur sig ekki hafa fengið rétta sjúkdómsgreiningu þar, en síðar kom í ljós að hún var með heilahimnubólgu. Hún lenti í langvarandi veikindum og síðan endurhæfingu á Grensásdeild. Grímur Sigurðarson lögfræðingur konunnar staðfesti við Fréttablaðið, að í undirbúningi væri bótakrafa á hendur því vátryggingafélagi sem tryggi starfsemi Læknavaktarinnar, samkvæmt lögum um sjúklingatryggingar. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir kveðst kannast við þetta tilvik, en tjáir sig ekki um einstök mál. Það er alltaf eitthvað um að mál vegna meintra læknamistaka komi inn til embættisins, segir hann. En þau hafa ekki verið mjög mörg gagnvart Læknavaktinni síðastliðin ár. Hingað koma mál af ýmsum toga sem varða kvartanir á heilbrigðisþjónustunni. Hins vegar höfum við engar upplýsingar um mál sem kunna að vera rekin fyrir dómstólum. Þau eru þá komin úr okkar höndum. Matthías bendir á að Læknavaktin sé mjög útsett fyrir kvörtunarmálum, sem og slysa- og bráðadeildir sjúkrahúsanna. Okkur berast á bilinu 230 til 250 mál frá einstaklingum á ári hverju, segir hann. Þau geta spannað allt frá því að einhverjum líki ekki framkoma heilbrigðisstarfsmanns til alvarlegri hluta, sem geta haft einhver áhrif á heilsufar viðkomandi. Hann segir að samkvæmt læknalögunum beri sjúkrastofnunum að tilkynna landlæknisembættinu ef eitthvað óvænt eigi sér stað við meðferð sjúklings. Sú tilkynningaskylda sé á hendi forstöðumanns eða yfirlæknis. Hann beri jafnframt ábyrgð á því að sérhver óvæntur skaði sé rannsakaður og afgreiddur. Málum sem tilkynnt séu með þeim hætti hafi fjölgað. Matthías bendir á mikilvægi sjúklingatryggingar. Tilgangur hennar er að auka bótarétt sjúklinga, sem bíða heilsutjón vegna áfalla í tengslum við meðferð. Ekki þarf að sýna fram á sök eða vanrækslu heilbrigðisstarfsfólks. Bætur greiðast án tillits til þess hvort einhver beri skaðabótaábyrgð samkvæmt reglum skaðabótaréttar.
Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Sjá meira