Krefst bóta vegna læknamistaka 7. október 2006 08:30 LÆKNAVAKTIN Er mjög útsett fyrir kvörtunarmálum, segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlækinir. Kona um fimmtugt undirbýr nú bótakröfu vegna rangrar sjúkdómsgreiningar sem hún telur sig hafa orðið fyrir á Læknavaktinni í Kópavogi. Konan veiktist í vor og fór á Læknavaktina. Hún telur sig ekki hafa fengið rétta sjúkdómsgreiningu þar, en síðar kom í ljós að hún var með heilahimnubólgu. Hún lenti í langvarandi veikindum og síðan endurhæfingu á Grensásdeild. Grímur Sigurðarson lögfræðingur konunnar staðfesti við Fréttablaðið, að í undirbúningi væri bótakrafa á hendur því vátryggingafélagi sem tryggi starfsemi Læknavaktarinnar, samkvæmt lögum um sjúklingatryggingar. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir kveðst kannast við þetta tilvik, en tjáir sig ekki um einstök mál. Það er alltaf eitthvað um að mál vegna meintra læknamistaka komi inn til embættisins, segir hann. En þau hafa ekki verið mjög mörg gagnvart Læknavaktinni síðastliðin ár. Hingað koma mál af ýmsum toga sem varða kvartanir á heilbrigðisþjónustunni. Hins vegar höfum við engar upplýsingar um mál sem kunna að vera rekin fyrir dómstólum. Þau eru þá komin úr okkar höndum. Matthías bendir á að Læknavaktin sé mjög útsett fyrir kvörtunarmálum, sem og slysa- og bráðadeildir sjúkrahúsanna. Okkur berast á bilinu 230 til 250 mál frá einstaklingum á ári hverju, segir hann. Þau geta spannað allt frá því að einhverjum líki ekki framkoma heilbrigðisstarfsmanns til alvarlegri hluta, sem geta haft einhver áhrif á heilsufar viðkomandi. Hann segir að samkvæmt læknalögunum beri sjúkrastofnunum að tilkynna landlæknisembættinu ef eitthvað óvænt eigi sér stað við meðferð sjúklings. Sú tilkynningaskylda sé á hendi forstöðumanns eða yfirlæknis. Hann beri jafnframt ábyrgð á því að sérhver óvæntur skaði sé rannsakaður og afgreiddur. Málum sem tilkynnt séu með þeim hætti hafi fjölgað. Matthías bendir á mikilvægi sjúklingatryggingar. Tilgangur hennar er að auka bótarétt sjúklinga, sem bíða heilsutjón vegna áfalla í tengslum við meðferð. Ekki þarf að sýna fram á sök eða vanrækslu heilbrigðisstarfsfólks. Bætur greiðast án tillits til þess hvort einhver beri skaðabótaábyrgð samkvæmt reglum skaðabótaréttar. Innlent Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Kona um fimmtugt undirbýr nú bótakröfu vegna rangrar sjúkdómsgreiningar sem hún telur sig hafa orðið fyrir á Læknavaktinni í Kópavogi. Konan veiktist í vor og fór á Læknavaktina. Hún telur sig ekki hafa fengið rétta sjúkdómsgreiningu þar, en síðar kom í ljós að hún var með heilahimnubólgu. Hún lenti í langvarandi veikindum og síðan endurhæfingu á Grensásdeild. Grímur Sigurðarson lögfræðingur konunnar staðfesti við Fréttablaðið, að í undirbúningi væri bótakrafa á hendur því vátryggingafélagi sem tryggi starfsemi Læknavaktarinnar, samkvæmt lögum um sjúklingatryggingar. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir kveðst kannast við þetta tilvik, en tjáir sig ekki um einstök mál. Það er alltaf eitthvað um að mál vegna meintra læknamistaka komi inn til embættisins, segir hann. En þau hafa ekki verið mjög mörg gagnvart Læknavaktinni síðastliðin ár. Hingað koma mál af ýmsum toga sem varða kvartanir á heilbrigðisþjónustunni. Hins vegar höfum við engar upplýsingar um mál sem kunna að vera rekin fyrir dómstólum. Þau eru þá komin úr okkar höndum. Matthías bendir á að Læknavaktin sé mjög útsett fyrir kvörtunarmálum, sem og slysa- og bráðadeildir sjúkrahúsanna. Okkur berast á bilinu 230 til 250 mál frá einstaklingum á ári hverju, segir hann. Þau geta spannað allt frá því að einhverjum líki ekki framkoma heilbrigðisstarfsmanns til alvarlegri hluta, sem geta haft einhver áhrif á heilsufar viðkomandi. Hann segir að samkvæmt læknalögunum beri sjúkrastofnunum að tilkynna landlæknisembættinu ef eitthvað óvænt eigi sér stað við meðferð sjúklings. Sú tilkynningaskylda sé á hendi forstöðumanns eða yfirlæknis. Hann beri jafnframt ábyrgð á því að sérhver óvæntur skaði sé rannsakaður og afgreiddur. Málum sem tilkynnt séu með þeim hætti hafi fjölgað. Matthías bendir á mikilvægi sjúklingatryggingar. Tilgangur hennar er að auka bótarétt sjúklinga, sem bíða heilsutjón vegna áfalla í tengslum við meðferð. Ekki þarf að sýna fram á sök eða vanrækslu heilbrigðisstarfsfólks. Bætur greiðast án tillits til þess hvort einhver beri skaðabótaábyrgð samkvæmt reglum skaðabótaréttar.
Innlent Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent