Stjórnvöld ekki í stóriðju 7. október 2006 09:30 andri snær magnason, jón sigurðsson og illugi gunnarsson Húsfyllir var á fundinum sem Samtök iðnaðarins stóðu fyrir. Andri, Jón og Sigurður voru frummælendur og í lokin voru stuttar pallborðsumræður. MYND/GVA Tillögur auðlindanefndar sem snúa að gerð heildaráætlunar um nýtingu og vernd náttúruauðlinda á Íslandi verða kynntar í næstu viku, að því er kom fram í máli Jóns Sigurðssonar iðnaðar- og viðskiptaráðherra á fundi Samtaka iðnaðarins um náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda, sem fram fór á fimmtudag. Frumvarp verður lagt fram í vetur sem byggir á þeirri vinnu sem fram fór í nefndinni og telur Jón líklegt að heildaráætlun um verndun og nýtingu auðlinda gæti legið fyrir árið 2009 eða 2010. Heildstæð nýtingar- og verndaráætlun sem alþingi fjallar um á nokkurra ára millibili og faglegt, gegnsætt valferli um umsóknir er það sem Jón sér fyrir sér sem meginstef framtíðarinnar. Á fundinum var mikið rætt um framkvæmdir í kringum álver og ítrekaði Jón að síðan árið 2003 hafi stjórnvöld dregið sig til baka sem þátttakendur. Þau verkefni sem nú eru helst á döfinni, við Húsavík, í Helguvík, og í Straumsvík, eru þannig á vegum heimamanna og undir stjórn þeirra og sjálfstæðra fyrirtækja en ekki undir forræði iðnaðarráðuneytisins. Kárahnjúkavirkjun og það sem henni tengist er eitt það síðasta sem tilheyrir gamla kerfinu. Illugi Gunnarsson hagfræðingur sagði velflesta nú komna á þá skoðun að stjórnvöld eigi ekki að standa í stóriðjurekstri. Hann dró fram og tók dæmi um tengsl umhverfisverndar og frjáls markaðar, þar sem fyrirtæki sjá sér hag í því að höfða til aukinnar umhverfisvitundar almennings. Andri Snær Magnason rithöfundur sagði hvata til umhverfisverndar skorta þegar orka væri gerð of ódýr og auðvelt að nálgast hana. Andri Snær varaði einnig sérstaklega við stækkun álvera. Það verður alltaf þrýstingur í átt til hagkvæmni stærðarinnar eins og sjá má hjá álverinu í Straumsvík sem segir, annað hvort stækkum við eða förum. Andri Snær telur tvímælalaust að fyrirtæki vilji reisa álver hérlendis með það gagngert fyrir augum að stækka seinna meir. Og það mun skapast gríðarlegur pólitískur þrýstingur á auðlindir okkar þegar álver vilja stækka og heimamenn styðja við þær kröfur. Það er verið að búa til þróun sem leiðir ekki til sátta. Innlent Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Sjá meira
Tillögur auðlindanefndar sem snúa að gerð heildaráætlunar um nýtingu og vernd náttúruauðlinda á Íslandi verða kynntar í næstu viku, að því er kom fram í máli Jóns Sigurðssonar iðnaðar- og viðskiptaráðherra á fundi Samtaka iðnaðarins um náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda, sem fram fór á fimmtudag. Frumvarp verður lagt fram í vetur sem byggir á þeirri vinnu sem fram fór í nefndinni og telur Jón líklegt að heildaráætlun um verndun og nýtingu auðlinda gæti legið fyrir árið 2009 eða 2010. Heildstæð nýtingar- og verndaráætlun sem alþingi fjallar um á nokkurra ára millibili og faglegt, gegnsætt valferli um umsóknir er það sem Jón sér fyrir sér sem meginstef framtíðarinnar. Á fundinum var mikið rætt um framkvæmdir í kringum álver og ítrekaði Jón að síðan árið 2003 hafi stjórnvöld dregið sig til baka sem þátttakendur. Þau verkefni sem nú eru helst á döfinni, við Húsavík, í Helguvík, og í Straumsvík, eru þannig á vegum heimamanna og undir stjórn þeirra og sjálfstæðra fyrirtækja en ekki undir forræði iðnaðarráðuneytisins. Kárahnjúkavirkjun og það sem henni tengist er eitt það síðasta sem tilheyrir gamla kerfinu. Illugi Gunnarsson hagfræðingur sagði velflesta nú komna á þá skoðun að stjórnvöld eigi ekki að standa í stóriðjurekstri. Hann dró fram og tók dæmi um tengsl umhverfisverndar og frjáls markaðar, þar sem fyrirtæki sjá sér hag í því að höfða til aukinnar umhverfisvitundar almennings. Andri Snær Magnason rithöfundur sagði hvata til umhverfisverndar skorta þegar orka væri gerð of ódýr og auðvelt að nálgast hana. Andri Snær varaði einnig sérstaklega við stækkun álvera. Það verður alltaf þrýstingur í átt til hagkvæmni stærðarinnar eins og sjá má hjá álverinu í Straumsvík sem segir, annað hvort stækkum við eða förum. Andri Snær telur tvímælalaust að fyrirtæki vilji reisa álver hérlendis með það gagngert fyrir augum að stækka seinna meir. Og það mun skapast gríðarlegur pólitískur þrýstingur á auðlindir okkar þegar álver vilja stækka og heimamenn styðja við þær kröfur. Það er verið að búa til þróun sem leiðir ekki til sátta.
Innlent Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Sjá meira