Íslenski boltinn

Árangurinn var óásættanlegur

Hreinn Hringsson, fyrirliði knattspyrnuliðs KA, er mjög óánægður með spilamennsku liðsins í sumar og segir árangurinn á tímabilinu vera óásættanlegan. Þetta segir hann í viðtali við heimasíðu KA. „Sumarið fótboltalega séð var engan veginn nógu gott og árangur sumarsins þar af leiðandi slakur og óásættanlegur,“ segir Hreinn meðal annars en bætir því við að væntingarnar til liðsins hafi ef til vill verið of miklar, enda hafi miklar breytingar verið gerðar á liðinu frá því í fyrra.

KA átti í miklu basli í 1. deildinni í allt sumar en fyrir tímabilið var því spáð að liðið yrði í efri hluta deildarinnar. KA bjargaði sér frá falli með góðum úrslitum í síðustu leikjum sumarsins. Þess má einnig geta að á heimasíðu KA er könnun þar sem spurt er um sumarið í fótboltanum. Þegar 87 manns höfðu kosið höfðu 37% svarenda sagst „alls ekki ánægðir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×