Innlent

Sitkalúsin á undanhaldi

Trjágróður
Heilbrigði trjágróðurs er þokkalegt og birkimaðksfaröldrum er lokið.
Trjágróður Heilbrigði trjágróðurs er þokkalegt og birkimaðksfaröldrum er lokið.

Greni er víða í sæmilegu ástandi og mun minna er um sitkalús núna en fyrr í sumar.

Þetta var meðal þess sem kom í ljós þegar útbreiðsla og skaðsemi trjásjúkdóma og meindýra var könnuð fyrir skömmu. Samtals komu rannsóknarmenn við á 43 stöðum á landinu til að kanna ástand skóga.

Yfirleitt reyndist heilbrigði trjágróðurs vera þokkalegt og munar þar mestu um að birkimaðksfaröldrum er lokið. Ösp er víða skemmd eftir haust- og vorfrost og sumstaðar hafa aspartré dáið vegna þessa.

Leiðangursmenn voru Guðríður Eyjólfsdóttir, Halldór Sverrisson og Guðmundur Halldórsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×