Mínus tvö stig í síðustu fimm leikjum 19. september 2006 00:01 Gunnar Þór er hér í sínum fyrsta leik í Svíþjóð er Hammarby bar sigurorð af Djurgården. Hér verst hann skoti frá Mattiasi Jonsson. Fréttablaðið/scanpix Eftir afar gott gengi í fyrri hluta móts í sænsku úrvalsdeildinni hefur Stokkhólmsliðið Hammarby ekki náð sér á strik á undanförnum vikum. Auk þess sem leikur liðsins gegn Djurgården var blásinn af í síðasta mánuði vegna óláta áhorfenda hefur liðið nú ekki unnið síðustu fimm leiki í röð og tapað fjórum þeirra. Hammarby var lengi vel í efsta sæti deildarinnar framan af sumri en er nú fallið í sjötta sæti. Til að bæta gráu á svart voru þrjú stig dregin af liðinu vegna fyrrnefndra óláta. "Það var mjög súrt að missa af þessum stigum," sagði Gunnar Þór Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið. Hann gekk til liðsins í vor, skömmu áður en tímabilið hófst, og hefur spilað langflesta leiki liðsins. "Þetta þýðir að í síðustu fimm leikjum okkar erum við með mínus tvö stig og það er ótrúlegt miðað við að þetta lið var lengi á toppi deildarinnar. Nú þurfum við að spýta í lófana og það þarf bara að detta á okkur einn sigur til að koma okkur á beinu brautina. Við getum enn náð einhverju af efstu sætunum. En því er ekki að neita að þetta hefur lagst á sálina á leikmönnum." Gunnar hefur verið frá í síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla. "Ég var nú að klára mína fyrstu alvöru fótboltaæfingu í nokkrar vikur en ég tognaði í nára um daginn," sagði Gunnar, sem kveðst afar ánægður með dvölina. "Ég hef náð þeim markmiðum sem ég setti mér fyrir tímabilið, að vera í byrjunarliðinu í meira en helmingi leikjanna. Nú setur maður sér ný markmið og það verður einnig gott að ná heilu undirbúningstímabili með liðinu," sagði Gunnar, sem býst ekki við því að það verði auðvelt að vinna sér sæti í liðinu á nýjan leik.- esá Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Fleiri fréttir Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Sjá meira
Eftir afar gott gengi í fyrri hluta móts í sænsku úrvalsdeildinni hefur Stokkhólmsliðið Hammarby ekki náð sér á strik á undanförnum vikum. Auk þess sem leikur liðsins gegn Djurgården var blásinn af í síðasta mánuði vegna óláta áhorfenda hefur liðið nú ekki unnið síðustu fimm leiki í röð og tapað fjórum þeirra. Hammarby var lengi vel í efsta sæti deildarinnar framan af sumri en er nú fallið í sjötta sæti. Til að bæta gráu á svart voru þrjú stig dregin af liðinu vegna fyrrnefndra óláta. "Það var mjög súrt að missa af þessum stigum," sagði Gunnar Þór Gunnarsson í samtali við Fréttablaðið. Hann gekk til liðsins í vor, skömmu áður en tímabilið hófst, og hefur spilað langflesta leiki liðsins. "Þetta þýðir að í síðustu fimm leikjum okkar erum við með mínus tvö stig og það er ótrúlegt miðað við að þetta lið var lengi á toppi deildarinnar. Nú þurfum við að spýta í lófana og það þarf bara að detta á okkur einn sigur til að koma okkur á beinu brautina. Við getum enn náð einhverju af efstu sætunum. En því er ekki að neita að þetta hefur lagst á sálina á leikmönnum." Gunnar hefur verið frá í síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla. "Ég var nú að klára mína fyrstu alvöru fótboltaæfingu í nokkrar vikur en ég tognaði í nára um daginn," sagði Gunnar, sem kveðst afar ánægður með dvölina. "Ég hef náð þeim markmiðum sem ég setti mér fyrir tímabilið, að vera í byrjunarliðinu í meira en helmingi leikjanna. Nú setur maður sér ný markmið og það verður einnig gott að ná heilu undirbúningstímabili með liðinu," sagði Gunnar, sem býst ekki við því að það verði auðvelt að vinna sér sæti í liðinu á nýjan leik.- esá
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Fleiri fréttir Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Sjá meira