Tippaði á sigur Dana á norsku Lengjunni 9. september 2006 06:00 Danski knattspyrnumaðurinn Allan Borgvardt sleit fyrir skömmu krossbönd í hné og verður frá næstu 6-8 mánuðina. Hann lék með FH í þrjú ár og var tvívegis kjörinn knattspyrnumaður ársins. Í fyrra fór hann til Noregs og samdi við 1. deildarliðið Bryne, þar sem hann hefur slegið í gegn og er markahæsti leikmaður liðsins með níu mörk. "Ég var á æfingu á laugardegi og var svolítið þreyttur, sem þýddi að fæturnir gátu ekki fylgt eftir þeim hreyfingum sem ég hafði í huga. Ég var svo að fara til vinstri og vildi skipta yfir til hægri en líkaminn náði ekki að svara og ég vissi strax að eitthvað mikið var að," sagði Borgvardt við Fréttablaðið. Hann hefur ekki enn gengist undir aðgerð en gerir það væntanlega á næstu tveimur vikum. "Svona er fótboltinn bara. Nú verð ég bara að ná mér og koma aftur enn betri." Borgvardt er samningsbundinn Bryne út næsta tímabil og stefnir að því að vera orðinn klár þegar nýtt tímabil hefst í vor. Liðið er sem stendur í fjórða sæti norsku 1. deildarinnar. "Við höfum misst marga leiki í jafntefli í sumar og tapað þannig mörgum stigum. Við erum því að berjast um þriðja sæti, sem veitir umspilsrétt um laust sæti í úrvalsdeildinni." Hann er þó ánægður með lífið í Noregi. "Við höfum komið okkur vel fyrir og fjölskyldan er ánægð. Það er stutt að fara til Stafangurs og það er gott að búa hér," segir Borgvardt, sem hefur fylgst vel með íslenska boltanum. "Ég fylgist eins vel og ég get með FH og íslensku deildinni og ég hef séð að liðinu hefur gengið vel. Ég er alltaf í góðu sambandi við dönsku leikmennina í félaginu og aðra leikmenn einnig. Ég sá reyndar ekki landsleik Íslands og Danmerkur þar sem hann stóð ekki til boða í norsku sjónvarpi en ég var ánægður með úrslitin, sérstaklega þar sem ég var með rétt úrslit á leiknum á Lengjuseðlinum mínum." Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Sport Fleiri fréttir Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Sjá meira
Danski knattspyrnumaðurinn Allan Borgvardt sleit fyrir skömmu krossbönd í hné og verður frá næstu 6-8 mánuðina. Hann lék með FH í þrjú ár og var tvívegis kjörinn knattspyrnumaður ársins. Í fyrra fór hann til Noregs og samdi við 1. deildarliðið Bryne, þar sem hann hefur slegið í gegn og er markahæsti leikmaður liðsins með níu mörk. "Ég var á æfingu á laugardegi og var svolítið þreyttur, sem þýddi að fæturnir gátu ekki fylgt eftir þeim hreyfingum sem ég hafði í huga. Ég var svo að fara til vinstri og vildi skipta yfir til hægri en líkaminn náði ekki að svara og ég vissi strax að eitthvað mikið var að," sagði Borgvardt við Fréttablaðið. Hann hefur ekki enn gengist undir aðgerð en gerir það væntanlega á næstu tveimur vikum. "Svona er fótboltinn bara. Nú verð ég bara að ná mér og koma aftur enn betri." Borgvardt er samningsbundinn Bryne út næsta tímabil og stefnir að því að vera orðinn klár þegar nýtt tímabil hefst í vor. Liðið er sem stendur í fjórða sæti norsku 1. deildarinnar. "Við höfum misst marga leiki í jafntefli í sumar og tapað þannig mörgum stigum. Við erum því að berjast um þriðja sæti, sem veitir umspilsrétt um laust sæti í úrvalsdeildinni." Hann er þó ánægður með lífið í Noregi. "Við höfum komið okkur vel fyrir og fjölskyldan er ánægð. Það er stutt að fara til Stafangurs og það er gott að búa hér," segir Borgvardt, sem hefur fylgst vel með íslenska boltanum. "Ég fylgist eins vel og ég get með FH og íslensku deildinni og ég hef séð að liðinu hefur gengið vel. Ég er alltaf í góðu sambandi við dönsku leikmennina í félaginu og aðra leikmenn einnig. Ég sá reyndar ekki landsleik Íslands og Danmerkur þar sem hann stóð ekki til boða í norsku sjónvarpi en ég var ánægður með úrslitin, sérstaklega þar sem ég var með rétt úrslit á leiknum á Lengjuseðlinum mínum."
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Sport Fleiri fréttir Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Sjá meira