Aníta er búsett á Akureyri og hannar bara karlmannsföt sem þykir ansi óvanalegt fyrir stúlku á hennar aldri enda mun fleiri sem snúa sér fyrst og fremst að hönnun kvennmannsfatnaðar.
„Mér finnst mun meiri ákorun að hanna karlmannsfatnað enda komst ég að því þegar ég byrjaði að það eru ekki til nein snið fyrir karlmenn," segir Aníta og bætir því við að henni þykir miklu skemmtilegra að fá hrós frá karlmönnum fyrir fötin því að það sé sjaldgæfara.

Þrátt fyrir að vera bara nýskriðin út úr menntaskóla ætlar Aníta sér stóra hluti í framtíðinni en í september heldur hún út til London í hinn fræga hönnunarskóla Central Saint Martins þar sem hún mun verða á undirbúningnámskeiði til áramóta.
„Ég verð í London til áramóta og svo held ég örugglega áfram þar eða fer til Parísar, mekka tískunnar," segir Aníta sem örugglega mun láta til sín taka í heimi tískunnar í framtíðinni.