68 prósent vilja aðra stjórn 28. ágúst 2006 08:00 Um 68 prósent svarenda í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja annað stjórnarsamstarf en núverandi stjórnarflokka eftir næstu kosningar. Tæpur þriðjungur aðspurðra vill Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk áfram í ríkisstjórn, en það er um 19 prósentustigum minna en samanlagt fylgi þessara tveggja flokka samkvæmt könnun blaðsins sem birt var í gær. Þá sögðust 10,7 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef boðað yrði til kosninga nú, en 39.8 prósent sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Mun fleiri karlar en konur vilja áframhaldandi samstarf ríkisstjórnarflokkanna eftir næstu kosningar. 37,6 prósent karla sögðust helst vilja slíkt ríkisstjórnarsamstarf, en 25,3 prósent kvenna. Þá líst íbúum á landsbyggðinni betur á áframhaldandi samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en íbúum höfuðborgarsvæðisins. 36,0 prósent íbúa á landsbyggðinni vilja slíkt meirihlutasamstarf, en 30,1 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Svör dreifðust aðallega á sex möguleika: meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks; Frjálslynda flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna; Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar; Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna; Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna og samstarf Samfylkingar og Vinstri grænna. Þá voru um tíu prósent sem vildu aðra möguleika í ríkisstjórnarsamstarfi. Meðal þeirra voru nokkrir sem vildu meirihlutastjórn eins flokks. Af þessum valkostum nefndu flestir áframhaldandi samstarf núverandi ríkisstjórnarflokka. Tæplega 15 prósent vilja að núverandi stjórnarandstöðuflokkar myndi ríkisstjórn eftir næstu kosningar, en samanlagt fylgi þeirra flokka í könnun blaðsins í gær var 48,9 prósent. Aðeins fleiri konur en karlar vilja ríkisstjórn núverandi stjórnarandstöðuflokka, eða 18,4 prósent kvenna og 11,8 prósent karla. Um 36 prósent svarenda sögðust vilja vinstri stjórn eftir næstu kosningar, myndaða af bæði Samfylkingu og Vinstri grænum og mögulega Framsóknarflokki eða Frjálslynda flokknum. Þar af vildu tæplega 15 prósent meirihlutasamstarf með Frjálslynda flokknum. Rúmlega sex prósent vildu samstarf með Framsóknarflokknum, en 15 prósent vildi ríkisstjórn sem í væru einungis þessir tveir flokkar. Mun fleiri konur en karlar sögðust vilja Samfylkingu og Vinstri græn í ríkisstjórn, ýmist þá tvo flokka eða með þriðja flokknum. 27,7 prósent karla sögðust vilja slíka vinstri stjórn eftir kosningar, en 46,1 prósent kvenna. Þá eru mun fleiri á höfuðborgarsvæðinu sem vilja vinstri stjórn eftir næstu kosningar en íbúar á landsbyggðinni. 39,3 prósent íbúa á höfðuðborgarsvæðinu sögðust vilja ríkisstjórn eftir næstu kosningar sem innihéldi bæði Samfylkingu og Vinstri græn. Þar af vildu 15,8 prósent samstarf við Frjálslynda flokkinn. 5,1 prósent vildi samstarf við Framsóknarflokkinn og 18,4 prósent vildu að einungis Samfylking og Vinstri græn mynduðu stjórn. 29,6 prósent íbúa á landsbyggðinni sögðust vilja vinstri stjórn með samstarfi Samfylkingar og Vinstri grænna. Þar af vildu 12,8 prósent að Frjálslyndi flokkurinn væri jafnframt í stjórn, 8,1 prósent vildi einnig hafa Framsóknarflokkinn í stjórn en 8,7 prósent sögðust vilja tveggja flokka stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Tæp 22 prósent svarenda segjast vilja blöndu af hægri og vinstri flokkum í næstu ríkisstjórn. Þar af segjast 12,3 prósent vilja ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og 9,2 prósent vilja samstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Mjög lítill munur er á afstöðu til þessara kosta eftir kyni eða búsetu. Hringt var í 800 kjósendur laugardaginn 26. ágúst og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var; Eftir næstu kosningar, hvaða stjórnmálaflokkar vilt þú að myndi næstu ríkisstjórn? 61,0 prósent svarenda tók afstöðu til spurningarinnar. Innlent Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Um 68 prósent svarenda í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja annað stjórnarsamstarf en núverandi stjórnarflokka eftir næstu kosningar. Tæpur þriðjungur aðspurðra vill Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk áfram í ríkisstjórn, en það er um 19 prósentustigum minna en samanlagt fylgi þessara tveggja flokka samkvæmt könnun blaðsins sem birt var í gær. Þá sögðust 10,7 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef boðað yrði til kosninga nú, en 39.8 prósent sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Mun fleiri karlar en konur vilja áframhaldandi samstarf ríkisstjórnarflokkanna eftir næstu kosningar. 37,6 prósent karla sögðust helst vilja slíkt ríkisstjórnarsamstarf, en 25,3 prósent kvenna. Þá líst íbúum á landsbyggðinni betur á áframhaldandi samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en íbúum höfuðborgarsvæðisins. 36,0 prósent íbúa á landsbyggðinni vilja slíkt meirihlutasamstarf, en 30,1 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Svör dreifðust aðallega á sex möguleika: meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks; Frjálslynda flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna; Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar; Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna; Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna og samstarf Samfylkingar og Vinstri grænna. Þá voru um tíu prósent sem vildu aðra möguleika í ríkisstjórnarsamstarfi. Meðal þeirra voru nokkrir sem vildu meirihlutastjórn eins flokks. Af þessum valkostum nefndu flestir áframhaldandi samstarf núverandi ríkisstjórnarflokka. Tæplega 15 prósent vilja að núverandi stjórnarandstöðuflokkar myndi ríkisstjórn eftir næstu kosningar, en samanlagt fylgi þeirra flokka í könnun blaðsins í gær var 48,9 prósent. Aðeins fleiri konur en karlar vilja ríkisstjórn núverandi stjórnarandstöðuflokka, eða 18,4 prósent kvenna og 11,8 prósent karla. Um 36 prósent svarenda sögðust vilja vinstri stjórn eftir næstu kosningar, myndaða af bæði Samfylkingu og Vinstri grænum og mögulega Framsóknarflokki eða Frjálslynda flokknum. Þar af vildu tæplega 15 prósent meirihlutasamstarf með Frjálslynda flokknum. Rúmlega sex prósent vildu samstarf með Framsóknarflokknum, en 15 prósent vildi ríkisstjórn sem í væru einungis þessir tveir flokkar. Mun fleiri konur en karlar sögðust vilja Samfylkingu og Vinstri græn í ríkisstjórn, ýmist þá tvo flokka eða með þriðja flokknum. 27,7 prósent karla sögðust vilja slíka vinstri stjórn eftir kosningar, en 46,1 prósent kvenna. Þá eru mun fleiri á höfuðborgarsvæðinu sem vilja vinstri stjórn eftir næstu kosningar en íbúar á landsbyggðinni. 39,3 prósent íbúa á höfðuðborgarsvæðinu sögðust vilja ríkisstjórn eftir næstu kosningar sem innihéldi bæði Samfylkingu og Vinstri græn. Þar af vildu 15,8 prósent samstarf við Frjálslynda flokkinn. 5,1 prósent vildi samstarf við Framsóknarflokkinn og 18,4 prósent vildu að einungis Samfylking og Vinstri græn mynduðu stjórn. 29,6 prósent íbúa á landsbyggðinni sögðust vilja vinstri stjórn með samstarfi Samfylkingar og Vinstri grænna. Þar af vildu 12,8 prósent að Frjálslyndi flokkurinn væri jafnframt í stjórn, 8,1 prósent vildi einnig hafa Framsóknarflokkinn í stjórn en 8,7 prósent sögðust vilja tveggja flokka stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Tæp 22 prósent svarenda segjast vilja blöndu af hægri og vinstri flokkum í næstu ríkisstjórn. Þar af segjast 12,3 prósent vilja ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og 9,2 prósent vilja samstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Mjög lítill munur er á afstöðu til þessara kosta eftir kyni eða búsetu. Hringt var í 800 kjósendur laugardaginn 26. ágúst og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var; Eftir næstu kosningar, hvaða stjórnmálaflokkar vilt þú að myndi næstu ríkisstjórn? 61,0 prósent svarenda tók afstöðu til spurningarinnar.
Innlent Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira