Ánægð með skjót viðbrögð 28. ágúst 2006 06:45 Flugvélin bíður í Keflavík Flugstjóri vélarinnar tók ákvörðun um að farþegarnir þyrftu að bíða í vélinni á meðan farið var yfir hana. MYND/Vilhelm Forsvarsmenn á Keflavíkurflugvelli funda í dag um aðgerðir á flugvellinum um helgina þegar flugvél British Airways nauðlenti vegna gruns um eld í farþegarými. Arngrímur Guðmundsson, deildarstjóri öryggissviðs Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar, segist vera nokkuð ánægður með aðgerðirnar og sérstaklega hvað viðbragðstími hafi verið góður. "Það sem er sérstakt við þetta mál er hvað fyrirvarinn var stuttur fyrir okkur. Þarna líða bara tíu mínútur eða korter frá því að vélin tilkynnir um að það er ástand um borð og þangað til hún er lent." Farþegar þurftu að bíða inni í flugvélinni allan tímann sem vélin var á Keflavíkurflugvelli áður en hún hélt för sinni áfram til Bandaríkjanna, eða í um þrjár og hálfa klukkustund. Arngrímur segir að það hafi verið ákvörðun flugstjórans sem hann hefur tekið í samvinnu við flugfélagið British Airways. "Flugstjóranum þótti greinilega ekki ástæða til að farþegarnir færu frá borði enda voru þeir ekkert hræddir. Ég fór sjálfur um borð í vélina og farþegar voru bara mjög rólegir og yfirvegaðir." Aðspurður um hvort farþegarnir hafi ekki fengið að fara inn í flugstöðina vegna þess að það hafi þótt of dýrt segist Arngrímur ekki halda að sú hafi verið raunin. "Menn vilja bara keyra þetta áfram ef það er hægt og halda áfram. Auðvitað fer þetta eftir því hvaða aðstæður skapast inni í flugvélinni; hvort þar er mikill ótti eða annað," segir Arngrímur Guðmundsson. Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Forsvarsmenn á Keflavíkurflugvelli funda í dag um aðgerðir á flugvellinum um helgina þegar flugvél British Airways nauðlenti vegna gruns um eld í farþegarými. Arngrímur Guðmundsson, deildarstjóri öryggissviðs Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar, segist vera nokkuð ánægður með aðgerðirnar og sérstaklega hvað viðbragðstími hafi verið góður. "Það sem er sérstakt við þetta mál er hvað fyrirvarinn var stuttur fyrir okkur. Þarna líða bara tíu mínútur eða korter frá því að vélin tilkynnir um að það er ástand um borð og þangað til hún er lent." Farþegar þurftu að bíða inni í flugvélinni allan tímann sem vélin var á Keflavíkurflugvelli áður en hún hélt för sinni áfram til Bandaríkjanna, eða í um þrjár og hálfa klukkustund. Arngrímur segir að það hafi verið ákvörðun flugstjórans sem hann hefur tekið í samvinnu við flugfélagið British Airways. "Flugstjóranum þótti greinilega ekki ástæða til að farþegarnir færu frá borði enda voru þeir ekkert hræddir. Ég fór sjálfur um borð í vélina og farþegar voru bara mjög rólegir og yfirvegaðir." Aðspurður um hvort farþegarnir hafi ekki fengið að fara inn í flugstöðina vegna þess að það hafi þótt of dýrt segist Arngrímur ekki halda að sú hafi verið raunin. "Menn vilja bara keyra þetta áfram ef það er hægt og halda áfram. Auðvitað fer þetta eftir því hvaða aðstæður skapast inni í flugvélinni; hvort þar er mikill ótti eða annað," segir Arngrímur Guðmundsson.
Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira