Nýr formaður breytir engu 27. ágúst 2006 08:45 10,7 prósent segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. sem er nánast sama hlutfall og í síðustu könnun blaðsins í júní þegar fylgi flokksins var 10,6 prósent. Kjör nýrrar stjórnar flokksins virðist því ekki hafa haft áhrif á fylgi flokksins. „Fylgi miðjuflokka, eins og Framsóknarflokksins, er það fólk sem ekki tekur þátt í sveiflum í mánaðarlegum skoðanakönnunum,“ segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins. „Ég hef séð svona tölur í þrjátíu til fjörutíu ár og kippi mér ekkert upp við þetta.“ Sjálfstæðisflokkurinn missir aðeins fylgi frá síðustu könnun og segjast nú 39,8 prósent myndu kjósa flokkinn. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að sér lítist ágætlega á þessar niðurstöður. „Flestar kannanir hafa verið að sýna okkur í kringum 40 prósent sem við höldum í þessari könnun.“ Hlutfallslega missir Frjálslyndi flokkurinn mest fylgi, um fjögur prósentustig og mælist fylgið nú 2,1 prósent. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segist ekki láta svona könnun á sig fá. „Við komum vel út í síðustu sveitarstjórnarkosningum og lítum bara til kosninga. Spyrjum að leikslokum.“ Vinstri græn mælast nú með 18,8 prósent fylgi sem er fjórum prósentustigum meira en í síðustu könnun blaðsins. „Ef þessar niðurstöður standast þá stefnir í spennandi kosningar enda frekar jafnt hlutfall milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins. Samfylking bætir einnig við sig frá síðustu könnun og segjast nú 28,0 prósent myndu kjósa flokkinn. „Fylgi við Samfylkinguna eykst, sem er gott, en við ætlum okkur auðvitað meira. Þetta er auðvitað spurning um að toppa á réttum tíma,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Hann segist ánægður með að Samfylkingin og Vinstri græn eru einungis tveimur þingmönnum frá því að fella ríkisstjórnina. „Samfylkingin gengur auðvitað óbundin til kosninga, en það hlýtur að vera hlutverk stjórnarandstöðu hverju sinni að fella ríkisstjórnarflokkana og við sjáum að það er fullkomlega raunhæft að það gerist.“ Innlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins Sjá meira
10,7 prósent segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. sem er nánast sama hlutfall og í síðustu könnun blaðsins í júní þegar fylgi flokksins var 10,6 prósent. Kjör nýrrar stjórnar flokksins virðist því ekki hafa haft áhrif á fylgi flokksins. „Fylgi miðjuflokka, eins og Framsóknarflokksins, er það fólk sem ekki tekur þátt í sveiflum í mánaðarlegum skoðanakönnunum,“ segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins. „Ég hef séð svona tölur í þrjátíu til fjörutíu ár og kippi mér ekkert upp við þetta.“ Sjálfstæðisflokkurinn missir aðeins fylgi frá síðustu könnun og segjast nú 39,8 prósent myndu kjósa flokkinn. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að sér lítist ágætlega á þessar niðurstöður. „Flestar kannanir hafa verið að sýna okkur í kringum 40 prósent sem við höldum í þessari könnun.“ Hlutfallslega missir Frjálslyndi flokkurinn mest fylgi, um fjögur prósentustig og mælist fylgið nú 2,1 prósent. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segist ekki láta svona könnun á sig fá. „Við komum vel út í síðustu sveitarstjórnarkosningum og lítum bara til kosninga. Spyrjum að leikslokum.“ Vinstri græn mælast nú með 18,8 prósent fylgi sem er fjórum prósentustigum meira en í síðustu könnun blaðsins. „Ef þessar niðurstöður standast þá stefnir í spennandi kosningar enda frekar jafnt hlutfall milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins. Samfylking bætir einnig við sig frá síðustu könnun og segjast nú 28,0 prósent myndu kjósa flokkinn. „Fylgi við Samfylkinguna eykst, sem er gott, en við ætlum okkur auðvitað meira. Þetta er auðvitað spurning um að toppa á réttum tíma,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Hann segist ánægður með að Samfylkingin og Vinstri græn eru einungis tveimur þingmönnum frá því að fella ríkisstjórnina. „Samfylkingin gengur auðvitað óbundin til kosninga, en það hlýtur að vera hlutverk stjórnarandstöðu hverju sinni að fella ríkisstjórnarflokkana og við sjáum að það er fullkomlega raunhæft að það gerist.“
Innlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins Sjá meira