Plútó er ekki lengur ein reikistjarnanna 25. ágúst 2006 07:00 brugðið á leik Jocelyn Bell Burnell, einn stjörnufræðinganna á ráðstefnunni, brá á leik eftir að niðurstöðurnar voru kynntar og veifaði tuskudýri í líki Disney-hundsins Plútó til að leggja áherslu á mál sitt. Himintunglið Plútó hefur verið svipt reikistjörnutitli sínum, sem það hefur borið allt frá uppgötvun árið 1930. Þetta er niðurstaða atkvæðagreiðslu á þingi Alþjóðasambands stjörnufræðinga í Prag í Tékklandi í gær, í kjölfar viku þrotlausra rökræðna um eðli alheimsins. Þetta varð niðurstaðan eftir að um 2.500 stjörnufræðingar frá 75 löndum komu sér saman um nýja skilgreiningu á reikistjörnu. Umræðan um skilgreiningu reikistjörnuhugtaksins fór á flug eftir að hnöttur, sem kallaður var Xena, fannst talsvert lengra frá sólinni en Plútó, en var þó nokkru stærri en hann. Vísindamenn stóðu þá frammi fyrir því að viðurkenna þann hnött annaðhvort sem reikistjörnu eða lækka Plútó í tign, sem varð raunin. Fyrir viku var lögð fram tillaga á þinginu sem hefði treyst reikistjörnustöðu Plútós, og bætt við Karon, stærsta tungli Plútós, Xenu og loftsteininum Ceres í þann hóp, en Ceres var skilgreindur sem reikistjarna á 19. öld. Tillagan olli miklu fjaðrafoki sem klauf stjörnufræðinga niður í nokkrar andstæðar í fylkingar og kom af stað heitum rökræðum sem lyktaði með tignarlækkun Plútós. Xena og Ceres fylgja Plútó í dvergreikistjörnuflokkinn en ekkert sérstakt hefur verið ákveðið um Karón, sem sennilega mun áfram verða einungis fylgitungl Plútós. Plútó fannst árið 1930 af bandaríska stjörnufræðingnum Clyde Tombaugh, síðastur hinna níu hnatta sem hingað til hafa talist reikistjörnur sólkerfisins, og var þeirra langminnstur. Nú eru pláneturnar hin vegar orðnar einungis átta talsins: Merkúr, Venus, Jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranús og Neptúnus. Sverrir Guðmundsson stjörnufræðingur sér eftir Plútó úr flokki reikistjarna en er ekki hissa á niðurstöðunni. „Þetta er í sjálfu sér skynsamlegasta niðurstaðan því það er líklegt að það finnist ennþá fleiri hnettir af svipaðri stærð og Plútó á næstu árum og ef það þyrfti að gera þá alla að reikistjörnum þá yrðu þær býsna margar.“ Eigendur prentsmiðja heimsins hljóta að hugsa sér gott til glóðarinnar þegar fyrir liggur að prenta þurfi endurskoðaðar útgáfur af öllum kennslu- og fræðibókum sem snerta stjörnufræði. Plútó Geimurinn Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Himintunglið Plútó hefur verið svipt reikistjörnutitli sínum, sem það hefur borið allt frá uppgötvun árið 1930. Þetta er niðurstaða atkvæðagreiðslu á þingi Alþjóðasambands stjörnufræðinga í Prag í Tékklandi í gær, í kjölfar viku þrotlausra rökræðna um eðli alheimsins. Þetta varð niðurstaðan eftir að um 2.500 stjörnufræðingar frá 75 löndum komu sér saman um nýja skilgreiningu á reikistjörnu. Umræðan um skilgreiningu reikistjörnuhugtaksins fór á flug eftir að hnöttur, sem kallaður var Xena, fannst talsvert lengra frá sólinni en Plútó, en var þó nokkru stærri en hann. Vísindamenn stóðu þá frammi fyrir því að viðurkenna þann hnött annaðhvort sem reikistjörnu eða lækka Plútó í tign, sem varð raunin. Fyrir viku var lögð fram tillaga á þinginu sem hefði treyst reikistjörnustöðu Plútós, og bætt við Karon, stærsta tungli Plútós, Xenu og loftsteininum Ceres í þann hóp, en Ceres var skilgreindur sem reikistjarna á 19. öld. Tillagan olli miklu fjaðrafoki sem klauf stjörnufræðinga niður í nokkrar andstæðar í fylkingar og kom af stað heitum rökræðum sem lyktaði með tignarlækkun Plútós. Xena og Ceres fylgja Plútó í dvergreikistjörnuflokkinn en ekkert sérstakt hefur verið ákveðið um Karón, sem sennilega mun áfram verða einungis fylgitungl Plútós. Plútó fannst árið 1930 af bandaríska stjörnufræðingnum Clyde Tombaugh, síðastur hinna níu hnatta sem hingað til hafa talist reikistjörnur sólkerfisins, og var þeirra langminnstur. Nú eru pláneturnar hin vegar orðnar einungis átta talsins: Merkúr, Venus, Jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranús og Neptúnus. Sverrir Guðmundsson stjörnufræðingur sér eftir Plútó úr flokki reikistjarna en er ekki hissa á niðurstöðunni. „Þetta er í sjálfu sér skynsamlegasta niðurstaðan því það er líklegt að það finnist ennþá fleiri hnettir af svipaðri stærð og Plútó á næstu árum og ef það þyrfti að gera þá alla að reikistjörnum þá yrðu þær býsna margar.“ Eigendur prentsmiðja heimsins hljóta að hugsa sér gott til glóðarinnar þegar fyrir liggur að prenta þurfi endurskoðaðar útgáfur af öllum kennslu- og fræðibókum sem snerta stjörnufræði.
Plútó Geimurinn Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira