Ekki endurákært vegna fyrsta liðsins 23. ágúst 2006 07:15 Sigurður Tómas Magnússon Ekki verður endurákært vegna fyrsta liðs Baugsmálsins svokallaða en Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í málinu, sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í gær. Hæstiréttur staðfesti frávísun héraðsdóms á fyrsta liðs málsins 21. júlí síðastliðinn, en í honum var Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group hf., meðal annars gefið að sök að hafa "beitt stjórn Baugs blekkingum í auðgunarskyni með því að leyna því að hann væri raunverulegur seljandi hlutfjárins", eins og segir orðrétt í ákæru, þegar Baugur keypti Vöruveltuna sem rak 10-11 verslanirnar. Í tilkynningu frá Sigurði Tómasi segir að Jóni Ásgeiri hafi verið sent bréf þar sem afstaða ákæruvaldsins er áréttuð, en jafnframt tekið fram að ákvörðunin lúti "einvörðungu að þeim ætluðu brotum sem ákærða voru gefin að sök samkvæmt 1. ákærulið en hafi ekki áhrif á rannsókn, eða eftir atvikum saksókn, vegna annarra brota". Átján liðir eru enn eftir af Baugsmálinu og bíða þeir nú efnismeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, segist hafa búist við þessari niðurstöðu. "Þessi ákvörðun kemur mér ekki óvart og ég taldi reyndar sjálfgefið að hann kæmist að þessari niðurstöðu eftir að dómstólar höfðu sagt að í þessum ákærulið væri verði að lýsa viðskiptum en ekki lögbrotum. Eftir að sú afstaða var ljós, gat að mínu mati ekki verið um nýja ákæru að ræða. Þetta skiptir hins vegar miklu máli fyrir málið í heild þar sem kjarninn úr Baugsmáli er þar með úr sögunni." Ákæurliðirnir átján sem eftir standa í Baugsmálinu lúta meðal annars að ólögmætum lánveitingum, bókhaldsbrotum og "röngum tilkynningum um afkomu Baugs hf. til Verðbréfaþings Íslands í þeim tilgangi að skapa rangar hugmyndir um hag félagsins og hafa áhrif á sölu eða söluverð hluta í því", eins og segir orðrétt í tilkynningu frá Sigurði Tómasi. Ekki er ljóst ennþá hvenær málið verður tekið til efnismeðferðar. Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Ekki verður endurákært vegna fyrsta liðs Baugsmálsins svokallaða en Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í málinu, sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í gær. Hæstiréttur staðfesti frávísun héraðsdóms á fyrsta liðs málsins 21. júlí síðastliðinn, en í honum var Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group hf., meðal annars gefið að sök að hafa "beitt stjórn Baugs blekkingum í auðgunarskyni með því að leyna því að hann væri raunverulegur seljandi hlutfjárins", eins og segir orðrétt í ákæru, þegar Baugur keypti Vöruveltuna sem rak 10-11 verslanirnar. Í tilkynningu frá Sigurði Tómasi segir að Jóni Ásgeiri hafi verið sent bréf þar sem afstaða ákæruvaldsins er áréttuð, en jafnframt tekið fram að ákvörðunin lúti "einvörðungu að þeim ætluðu brotum sem ákærða voru gefin að sök samkvæmt 1. ákærulið en hafi ekki áhrif á rannsókn, eða eftir atvikum saksókn, vegna annarra brota". Átján liðir eru enn eftir af Baugsmálinu og bíða þeir nú efnismeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, segist hafa búist við þessari niðurstöðu. "Þessi ákvörðun kemur mér ekki óvart og ég taldi reyndar sjálfgefið að hann kæmist að þessari niðurstöðu eftir að dómstólar höfðu sagt að í þessum ákærulið væri verði að lýsa viðskiptum en ekki lögbrotum. Eftir að sú afstaða var ljós, gat að mínu mati ekki verið um nýja ákæru að ræða. Þetta skiptir hins vegar miklu máli fyrir málið í heild þar sem kjarninn úr Baugsmáli er þar með úr sögunni." Ákæurliðirnir átján sem eftir standa í Baugsmálinu lúta meðal annars að ólögmætum lánveitingum, bókhaldsbrotum og "röngum tilkynningum um afkomu Baugs hf. til Verðbréfaþings Íslands í þeim tilgangi að skapa rangar hugmyndir um hag félagsins og hafa áhrif á sölu eða söluverð hluta í því", eins og segir orðrétt í tilkynningu frá Sigurði Tómasi. Ekki er ljóst ennþá hvenær málið verður tekið til efnismeðferðar.
Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira