Glíma um fé til EFTA 23. ágúst 2006 07:00 Evrópumál Svisslendingar vilja ekki lengur greiða fullan hluta sinn af rekstrarkostnaði Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, að því er segir í frétt norsku fréttastofunnar NTB í viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv. Joseph Deiss, sem þar til fyrir skemmstu var viðskiptaráðherra Sviss, kvað hafa viðrað þessar óskir svissneskra stjórnvalda um breytta deilingu rekstrarkostnaðar EFTA á ráðherrafundi EFTA á Höfn í Hornafirði í lok júní. En þetta útspil Svisslendinga er fyrst núna komið upp á yfirborð umræðunnar, og kallar á viðbrögð í hinum EFTA-löndunum, Íslandi, Noregi og Liechtenstein. Þessar óskir Svisslendinga setja í uppnám málamiðlun sem samið var um árið 1995, eftir að Svisslendingar ákváðu að taka ekki þátt í EES-samstarfinu. Þá vildu Íslendingar og Norðmenn að aðalskrifstofa EFTA yrði flutt frá Genf til Brussel, þar sem meginhluti starfsemi EFTA tengdist EES-samstarfinu. Á það vildu Svisslendingar ekki fallast, svo lendingin varð sú að skrifstofunni var skipt í tvennt. Svisslendingar greiddu þó hlutfallslega stærri hluta kostnaðarins, enda fengu þeir að senda áheyrnarfulltrúa á ýmsa fundi sem tengdust EES-samstarfinu við Evrópusambandið, sem gerði Svisslendingum kleift að fylgjast náið með ýmsum málum sem vörðuðu einnig þeirra hagsmuni á innri markaði Evrópu. Nú hefur sú breyting orðið á að Sviss hefur gert eigin tvíhliða samninga við Evrópusambandið, sem ná að vísu ekki yfir eins vítt svið og EES-samningurinn en hafa nú leitt til þessara óska um að lækka fjárframlagið til EFTA. „Í stórum dráttum vilja Svisslendingar borga fyrir það sem EFTA gerir í Genf, en ekki í Brussel,“ segir í frétt NTB. Víst þykir að ætli Svisslendingar að halda þessum kröfum til streitu geri Íslendingar og Norðmenn aftur kröfu um að öll EFTA-skrifstofan verði flutt til Brussel, enda augljós sparnaður sem fengist fram með því. NTB hefur eftir Antoni Egger, næstæðsta fulltrúa Sviss á EFTA-skrifstofunni í Genf, að stjórnin í Bern standi fast á því að framlag Sviss til EFTA verði tekið til gagngerrar endurskoðunar í haust. Erlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Evrópumál Svisslendingar vilja ekki lengur greiða fullan hluta sinn af rekstrarkostnaði Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, að því er segir í frétt norsku fréttastofunnar NTB í viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv. Joseph Deiss, sem þar til fyrir skemmstu var viðskiptaráðherra Sviss, kvað hafa viðrað þessar óskir svissneskra stjórnvalda um breytta deilingu rekstrarkostnaðar EFTA á ráðherrafundi EFTA á Höfn í Hornafirði í lok júní. En þetta útspil Svisslendinga er fyrst núna komið upp á yfirborð umræðunnar, og kallar á viðbrögð í hinum EFTA-löndunum, Íslandi, Noregi og Liechtenstein. Þessar óskir Svisslendinga setja í uppnám málamiðlun sem samið var um árið 1995, eftir að Svisslendingar ákváðu að taka ekki þátt í EES-samstarfinu. Þá vildu Íslendingar og Norðmenn að aðalskrifstofa EFTA yrði flutt frá Genf til Brussel, þar sem meginhluti starfsemi EFTA tengdist EES-samstarfinu. Á það vildu Svisslendingar ekki fallast, svo lendingin varð sú að skrifstofunni var skipt í tvennt. Svisslendingar greiddu þó hlutfallslega stærri hluta kostnaðarins, enda fengu þeir að senda áheyrnarfulltrúa á ýmsa fundi sem tengdust EES-samstarfinu við Evrópusambandið, sem gerði Svisslendingum kleift að fylgjast náið með ýmsum málum sem vörðuðu einnig þeirra hagsmuni á innri markaði Evrópu. Nú hefur sú breyting orðið á að Sviss hefur gert eigin tvíhliða samninga við Evrópusambandið, sem ná að vísu ekki yfir eins vítt svið og EES-samningurinn en hafa nú leitt til þessara óska um að lækka fjárframlagið til EFTA. „Í stórum dráttum vilja Svisslendingar borga fyrir það sem EFTA gerir í Genf, en ekki í Brussel,“ segir í frétt NTB. Víst þykir að ætli Svisslendingar að halda þessum kröfum til streitu geri Íslendingar og Norðmenn aftur kröfu um að öll EFTA-skrifstofan verði flutt til Brussel, enda augljós sparnaður sem fengist fram með því. NTB hefur eftir Antoni Egger, næstæðsta fulltrúa Sviss á EFTA-skrifstofunni í Genf, að stjórnin í Bern standi fast á því að framlag Sviss til EFTA verði tekið til gagngerrar endurskoðunar í haust.
Erlent Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira