Upplausn ríkir víða í Mexíkó 23. ágúst 2006 07:30 Kennari í kjarabaráttu Notast er við teygjubyssur, rör, planka og kylfur, í hinni harðvítugu kjarabaráttu sem nú virðist vera að breytast í allsherjar uppreisn í hinni gömlu Oaxaca-borg. MYND/AP Strætisvagnar eru brenndir á götunum og þjóðvegum er lokað í einum mestu mótmælum sem skollið hafa á hinni íhaldssömu Oaxaca-borg í S-Mexíkó. Að auki hefur dagblaði og sjónvarpsstöð verið lokað og tólf útvarpsstöðvar hafa verið hernumdar af svekktum kennurum. Þann 22. maí fóru um sjötíu þúsund barnaskólakennarar í verkfall og kröfðust um 8,7 milljarða króna launahækkunar. Gagntilboð ríkisstjóra var tæpur tíundi hluti af þeirri upphæð og var því hafnað. Mótmæli kennaranna snúast ekki um krónur lengur því eftir að skotárás var gerð á eina af útvarpsstöðvunum sem kennararnir höfðu á sínu valdi stigmögnuðust átökin og krefjast mótmælendur nú afsagnar ríkisstjórans. Hin þriggja mánaða löngu mótmæli í fylkinu hafa næsta umbreyst í uppreisn og eru foreldri barna vöruð við því að hleypa þeim út úr húsi. Samgöngukerfi borgarinnar hefur að mestu verið lamað með brennandi vegatálmum og mótmælendur arka um götur, vopnaðir bareflum ýmiss konar og teygjubyssum. „Við erum búin að fá nóg af nýfrjálshyggju,“ hrópa mótmælendurnir, en ríkisstjórinn er flokksmaður PRI, þess flokks sem fór með völd í Mexíkó nær óslitið alla tuttugustu öldina. PAN flokkurinn, sem kenndur er við nýfrjálshyggju, studdi nýlega frambjóðanda PRI í ríkisstjórakosningum í Chiapas-fylki. Mótmælin í Oaxaca kallast þannig á við víðtækari mótmæli sem tengjast nýlegum kosningum í landinu og má segja að hin nýja vinstribylgja Rómönsku Ameríku berjist við eldri hægrisinnaðri öfl í landinu. Ríkisstjóri Oaxaca er sakaður um að hafa haft svik í tafli í síðustu fylkiskosningum og eru kosningasvik og valdníðsla nú meginefni mótmælanna þar, líkt og í höfuðborginni og reyndar einnig í Chiapas-fylki, sem liggur við hlið Oaxaca-fylkis. Chiapas-fylki er fátækasta fylki Mexíkó og komst í heimsfréttirnar árið 1994, þegar zapatistar gerðu þar uppreisn. Í þessum mánuði fóru þar fram fylkisstjórakosningar. Samkvæmt síðustu tölum virðist hægrimaður hafa tapað fyrir vinstrimanni með nær engum mun atkvæða. Hægrimaðurinn ætlar að krefjast gagngerrar endurtalningar atkvæða og bendir á fordæmi vinstrimannsins Obradors, sem tapaði í forsetakosningunum í júlí og hefur haldið Mexíkóborg í gíslingu síðan. Fyrst það er orðin regla að niðurstöður kosninga séu virtar að vettugi í Mexíkó, óttast stjórnmálaskýrendur að vopnuð barátta kennaranna í Oaxaca verði öðrum stéttum fyrirmynd á landsvísu, til dæmis þegar mótmæla skal niðurstöðum kosninga. Styttist þá í nýja mexíkóska byltingu. Erlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira
Strætisvagnar eru brenndir á götunum og þjóðvegum er lokað í einum mestu mótmælum sem skollið hafa á hinni íhaldssömu Oaxaca-borg í S-Mexíkó. Að auki hefur dagblaði og sjónvarpsstöð verið lokað og tólf útvarpsstöðvar hafa verið hernumdar af svekktum kennurum. Þann 22. maí fóru um sjötíu þúsund barnaskólakennarar í verkfall og kröfðust um 8,7 milljarða króna launahækkunar. Gagntilboð ríkisstjóra var tæpur tíundi hluti af þeirri upphæð og var því hafnað. Mótmæli kennaranna snúast ekki um krónur lengur því eftir að skotárás var gerð á eina af útvarpsstöðvunum sem kennararnir höfðu á sínu valdi stigmögnuðust átökin og krefjast mótmælendur nú afsagnar ríkisstjórans. Hin þriggja mánaða löngu mótmæli í fylkinu hafa næsta umbreyst í uppreisn og eru foreldri barna vöruð við því að hleypa þeim út úr húsi. Samgöngukerfi borgarinnar hefur að mestu verið lamað með brennandi vegatálmum og mótmælendur arka um götur, vopnaðir bareflum ýmiss konar og teygjubyssum. „Við erum búin að fá nóg af nýfrjálshyggju,“ hrópa mótmælendurnir, en ríkisstjórinn er flokksmaður PRI, þess flokks sem fór með völd í Mexíkó nær óslitið alla tuttugustu öldina. PAN flokkurinn, sem kenndur er við nýfrjálshyggju, studdi nýlega frambjóðanda PRI í ríkisstjórakosningum í Chiapas-fylki. Mótmælin í Oaxaca kallast þannig á við víðtækari mótmæli sem tengjast nýlegum kosningum í landinu og má segja að hin nýja vinstribylgja Rómönsku Ameríku berjist við eldri hægrisinnaðri öfl í landinu. Ríkisstjóri Oaxaca er sakaður um að hafa haft svik í tafli í síðustu fylkiskosningum og eru kosningasvik og valdníðsla nú meginefni mótmælanna þar, líkt og í höfuðborginni og reyndar einnig í Chiapas-fylki, sem liggur við hlið Oaxaca-fylkis. Chiapas-fylki er fátækasta fylki Mexíkó og komst í heimsfréttirnar árið 1994, þegar zapatistar gerðu þar uppreisn. Í þessum mánuði fóru þar fram fylkisstjórakosningar. Samkvæmt síðustu tölum virðist hægrimaður hafa tapað fyrir vinstrimanni með nær engum mun atkvæða. Hægrimaðurinn ætlar að krefjast gagngerrar endurtalningar atkvæða og bendir á fordæmi vinstrimannsins Obradors, sem tapaði í forsetakosningunum í júlí og hefur haldið Mexíkóborg í gíslingu síðan. Fyrst það er orðin regla að niðurstöður kosninga séu virtar að vettugi í Mexíkó, óttast stjórnmálaskýrendur að vopnuð barátta kennaranna í Oaxaca verði öðrum stéttum fyrirmynd á landsvísu, til dæmis þegar mótmæla skal niðurstöðum kosninga. Styttist þá í nýja mexíkóska byltingu.
Erlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira