Eftirlitssveitin dregur sig í hlé 22. ágúst 2006 07:00 Hermenn stjórnarhersins á Srí Lanka Þeir gæta hér vegar í Vavuniya í norðurhluta landsins. Margir íbúar eru fastir öfugu megin við víglínuna, Tamílar á landsvæði stjórnarhersins og srílankskir menn á landsvæði Tamíla. MYND/AP Kólombó Ulf Henricsson, yfirmaður norrænu eftirlitssveitarinnar, SLMM, kallaði í gær alla starfsmenn sína til höfuðborgarinnar Kólombó, þar sem átök í landinu hafi harðnað og sveitinni sé meinaður aðgangur að ýmsum svæðum til að fylgjast með brotum á vopnahléssamkomulaginu. Þorfinnur Ómarsson, talsmaður eftirlitssveitarinnar, segir að þetta sé í og með gert til að koma þeim skilaboðum til stríðandi fylkinga að SLMM sætti sig ekki við hömlur á ferðafrelsi en sveitin á að hafa algjört ferðafrelsi samkvæmt samningum. „Báðir aðilar hafa ítrekað beðið okkur um að vera hér áfram og með því að draga okkur í hlé um stundarsakir erum við að segja þeim að við munum ekki líða óbreytt ástand,“ sagði Þorfinnur. Hann tekur fram að ákvörðunin endurspegli áherslu SLMM á öryggi starfsmanna sinna, en eftirlitsstörf munu hefjast á ný þegar öryggi starfsmanna telst tryggt. Tímasetningin hafi einnig verið tilvalin því nú standi fyrir dyrum endurskipulagning sveitarinnar við það að Evrópusambandsþjóðirnar fari heim. Á sunnudaginn var tamílsk kona sem starfaði fyrir Rauða krossinn í Srí Lanka skotin til bana fyrir utan hús sitt í Vavuniya-héraði í norðurhluta landsins. Konan var 23 ára að aldri og hafði starfað að heilbrigðismálum fyrir hjálparsamtökin í þrjár vikur. Erlent Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Kólombó Ulf Henricsson, yfirmaður norrænu eftirlitssveitarinnar, SLMM, kallaði í gær alla starfsmenn sína til höfuðborgarinnar Kólombó, þar sem átök í landinu hafi harðnað og sveitinni sé meinaður aðgangur að ýmsum svæðum til að fylgjast með brotum á vopnahléssamkomulaginu. Þorfinnur Ómarsson, talsmaður eftirlitssveitarinnar, segir að þetta sé í og með gert til að koma þeim skilaboðum til stríðandi fylkinga að SLMM sætti sig ekki við hömlur á ferðafrelsi en sveitin á að hafa algjört ferðafrelsi samkvæmt samningum. „Báðir aðilar hafa ítrekað beðið okkur um að vera hér áfram og með því að draga okkur í hlé um stundarsakir erum við að segja þeim að við munum ekki líða óbreytt ástand,“ sagði Þorfinnur. Hann tekur fram að ákvörðunin endurspegli áherslu SLMM á öryggi starfsmanna sinna, en eftirlitsstörf munu hefjast á ný þegar öryggi starfsmanna telst tryggt. Tímasetningin hafi einnig verið tilvalin því nú standi fyrir dyrum endurskipulagning sveitarinnar við það að Evrópusambandsþjóðirnar fari heim. Á sunnudaginn var tamílsk kona sem starfaði fyrir Rauða krossinn í Srí Lanka skotin til bana fyrir utan hús sitt í Vavuniya-héraði í norðurhluta landsins. Konan var 23 ára að aldri og hafði starfað að heilbrigðismálum fyrir hjálparsamtökin í þrjár vikur.
Erlent Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira