Ræða leiðir til að binda enda á átökin 5. ágúst 2006 07:45 stríðið þyrmir ekki ferfætlingum Særður köttur sést hér á gangi við brakið úr fiskibátum í höfn í Ouzai-úthverfinu í Beirút eftir loftárásir Ísraela á það í gær. MYND/AP Fulltrúar ríkisstjórna Bandaríkjanna og Frakklands héldu í gær áfram viðræðum bak við luktar dyr í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York um tillögu að ályktun öryggisráðs SÞ um það hvernig binda megi enda á átökin milli Ísraels og Hizbollah-skæruliða í Líbanon. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, frestaði því í gær að hefja áformað sumarfrí sitt til að leggja sitt af mörkum til að koma á friði. Blair telur að næstu dagar ráði úrslitum fyrir samningu ályktunarinnar, að því er talsmaður hans sagði. Erindrekar innan öryggisráðs SÞ tjáðu AP-fréttastofunni að enn strandaði samkomulag á því hvort skyldi koma á undan, vopnahlé eða að senda fjölþjóðlegt friðargæslulið á vettvang. Frakkar vilja að öryggisráðið krefjist þess að tafarlaust verði bundinn endi á hin vopnuðu átök, og fyrst eftir að vopnin þögnuðu yrði friðargæslulið sent á vettvang. Bandaríkjamenn telja aftur á móti að eigi vopnin að þagna verði það að falla saman við aðrar aðgerðir til lausnar á deilunni, þar á meðal að gera út friðargæslulið. Bandaríkjamenn og Bretar hafa hingað til stutt Ísraela með því að standa gegn kröfum um tafarlaust vopnahlé, fyrr en mjög hefur dregið úr hernaðargetu Hizbollah. Ísraelsher hélt áfram loftárásum á meint vígi Hizbollah-liða víða í Líbanon í gær, brýr á aðalþjóðveginum norður frá Beirút voru sprengdar upp og síðasta meginsamgönguæðin til Sýrlands þar með rofin. Að minnsta kosti 28 landbúnaðarverkamenn létu lífið er ísraelskar herþotur létu sprengjum rigna á vöruhús nærri landamærum Líbanons og Sýrlands. Talsmenn Hizbollah sögðu skæruliða hafa fellt sex ísraelska hermenn í bardögum í landamæraþorpum í Suður-Líbanon. Hizbollah-liðar skutu vel á annað hundrað sprengiflaugum suður yfir landamærin. Ísraelsk arabafjölskylda lét lífið í einu húsinu sem flaugarnar lentu á. Erlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Fulltrúar ríkisstjórna Bandaríkjanna og Frakklands héldu í gær áfram viðræðum bak við luktar dyr í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York um tillögu að ályktun öryggisráðs SÞ um það hvernig binda megi enda á átökin milli Ísraels og Hizbollah-skæruliða í Líbanon. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, frestaði því í gær að hefja áformað sumarfrí sitt til að leggja sitt af mörkum til að koma á friði. Blair telur að næstu dagar ráði úrslitum fyrir samningu ályktunarinnar, að því er talsmaður hans sagði. Erindrekar innan öryggisráðs SÞ tjáðu AP-fréttastofunni að enn strandaði samkomulag á því hvort skyldi koma á undan, vopnahlé eða að senda fjölþjóðlegt friðargæslulið á vettvang. Frakkar vilja að öryggisráðið krefjist þess að tafarlaust verði bundinn endi á hin vopnuðu átök, og fyrst eftir að vopnin þögnuðu yrði friðargæslulið sent á vettvang. Bandaríkjamenn telja aftur á móti að eigi vopnin að þagna verði það að falla saman við aðrar aðgerðir til lausnar á deilunni, þar á meðal að gera út friðargæslulið. Bandaríkjamenn og Bretar hafa hingað til stutt Ísraela með því að standa gegn kröfum um tafarlaust vopnahlé, fyrr en mjög hefur dregið úr hernaðargetu Hizbollah. Ísraelsher hélt áfram loftárásum á meint vígi Hizbollah-liða víða í Líbanon í gær, brýr á aðalþjóðveginum norður frá Beirút voru sprengdar upp og síðasta meginsamgönguæðin til Sýrlands þar með rofin. Að minnsta kosti 28 landbúnaðarverkamenn létu lífið er ísraelskar herþotur létu sprengjum rigna á vöruhús nærri landamærum Líbanons og Sýrlands. Talsmenn Hizbollah sögðu skæruliða hafa fellt sex ísraelska hermenn í bardögum í landamæraþorpum í Suður-Líbanon. Hizbollah-liðar skutu vel á annað hundrað sprengiflaugum suður yfir landamærin. Ísraelsk arabafjölskylda lét lífið í einu húsinu sem flaugarnar lentu á.
Erlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira