Ekki á þeim buxunum að gefast upp 8. júní 2006 00:01 Ólafur og Þórður hafa lítið getað fagnað það sem af er tímabili. fréttablaðið/daníel Þrír athyglisverðir leikir verða í Landsbankadeild karla í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Á Laugardalsvellinum tekur Valur á móti Fylki, Víkingur fær Grindavík í heimsókn og í Keflavík mætast heimamenn og ÍA. "Stemningin í hópnum er bara nokkuð góð þrátt fyrir að mikil óvissa ríki um liðsuppstillingu vegna meiðslavandræða," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Skagamanna, en hans menn eiga erfiðan leik fram undan þar sem Keflvíkingar hafa spilað vel það sem af er móti. "Það er enginn andstæðingur í deildinni erfiðari en einhver annar. Við höfum ekki verið að spila neitt illa að undanförnu en það vantar samt sem áður trúna í mína leikmenn," sagði Ólafur, sem vonast til að geta blásið trú í sína menn fyrir leikinn. Eftir þessa umferð verður þriðjungur búinn af mótinu en ÍA er í botnsæti deildarinnar og hefur enn ekki hlotið stig. "Vissulega verður þriðjungur búinn af mótinu en á móti verðatveir þriðju eftir og 36 stig í pottinum, þannig að það er alveg nóg eftir, við enduðum með 32 stig í fyrra og getum tölfræðilega alveg bætt það ennþá. Við erum alls ekki á þeim buxunum að gefast upp," sagði Ólafur en Þórður Guðjónsson, Kári Steinn Reynisson, Dean Martin og Hafþór Ægir Vilhjálmsson eru allir tæpir fyrir leikinn í kvöld. Reykjavíkurslagur Vals og Fylkis verður einnig á dagskránni í kvöld en með heimasigri komast Valsmenn upp að hlið Árbæinga sem hafa níu stig í 2.-4. sætinu, sex stigum á eftir Íslandsmeisturum FH. Víkingar eru einnig með níu stig en þeir eru á hörkuskriði og hafa unnið þrjá síðustu leiki sína. Þeir fá Grindvíkinga í heimsókn, sem eru aðeins stigi á eftir Víkingi og má því reikna með hörkuleik en sú viðureign verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira
Þrír athyglisverðir leikir verða í Landsbankadeild karla í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Á Laugardalsvellinum tekur Valur á móti Fylki, Víkingur fær Grindavík í heimsókn og í Keflavík mætast heimamenn og ÍA. "Stemningin í hópnum er bara nokkuð góð þrátt fyrir að mikil óvissa ríki um liðsuppstillingu vegna meiðslavandræða," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Skagamanna, en hans menn eiga erfiðan leik fram undan þar sem Keflvíkingar hafa spilað vel það sem af er móti. "Það er enginn andstæðingur í deildinni erfiðari en einhver annar. Við höfum ekki verið að spila neitt illa að undanförnu en það vantar samt sem áður trúna í mína leikmenn," sagði Ólafur, sem vonast til að geta blásið trú í sína menn fyrir leikinn. Eftir þessa umferð verður þriðjungur búinn af mótinu en ÍA er í botnsæti deildarinnar og hefur enn ekki hlotið stig. "Vissulega verður þriðjungur búinn af mótinu en á móti verðatveir þriðju eftir og 36 stig í pottinum, þannig að það er alveg nóg eftir, við enduðum með 32 stig í fyrra og getum tölfræðilega alveg bætt það ennþá. Við erum alls ekki á þeim buxunum að gefast upp," sagði Ólafur en Þórður Guðjónsson, Kári Steinn Reynisson, Dean Martin og Hafþór Ægir Vilhjálmsson eru allir tæpir fyrir leikinn í kvöld. Reykjavíkurslagur Vals og Fylkis verður einnig á dagskránni í kvöld en með heimasigri komast Valsmenn upp að hlið Árbæinga sem hafa níu stig í 2.-4. sætinu, sex stigum á eftir Íslandsmeisturum FH. Víkingar eru einnig með níu stig en þeir eru á hörkuskriði og hafa unnið þrjá síðustu leiki sína. Þeir fá Grindvíkinga í heimsókn, sem eru aðeins stigi á eftir Víkingi og má því reikna með hörkuleik en sú viðureign verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira