Erlent

Færri nota fastlínu

Finnskur farsími Finnar töluðu mun meira í far- en fastlínusíma í fyrra.
Finnskur farsími Finnar töluðu mun meira í far- en fastlínusíma í fyrra. MYND/ap

Finnar töluðu meira í farsíma en fastlínusíma á síðasta ári, en það er í fyrsta sinn sem það gerist frá því farsímabyltingin hófst. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá finnsku hagstofunni.

Í heimalandi Nokia, stærsta farsímaframleiðanda heims, töluðu farsímanotendur alls í 10,8 milljónir mínútna í síma sína í fyrra. Í finnska símakerfinu voru fastlínusímtöl hins vegar aðeins 7,6 milljónir mínútna á árinu 2005, en voru 11,4 milljónir mínútna árið áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×