Uppboð eru sanngjörn leið 20. febrúar 2006 09:39 Talsverður urgur er meðal margra þeirra sem sóttu um einbýlishúsalóðir við Úlfarsfell. Hugmyndin með útboðinu var að gefa annars vegar byggingafyrirtækjum og hins vegar einstaklingum tækifæri til að bjóða í lóðir í útboðinu. Niðurstaðan er hins vegar sú að einn aðili er með hæsta boð í nánast allar lóðir í nýju hverfi. Niðurstaðan er klaufaleg í ljósi þeirra markmiða sem menn settu sér og ekki skrýtið þótt kurr sé í þeim sem ekki fengu. Gagnrýnin á að því leyti rétt á sér að úr því að markmiðið var að einstaklingar fengju tækifæri til að byggja einbýlishús, þá hefði með skýrum hætti þurft að tryggja að sami einstaklingur gæti ekki keypt nema eina lóð. Vandinn er að allar tilraunir til þess að takmarka aðgang í slíkum útboðum bjóða heim hættu á að menn finni leiðir í kringum reglurnar. Minnihluti sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur gagnrýnt þessa úthlutun, en gagnrýnin er einkum á tveimur forsendum. Annars vegar að Reykjavík hafi ekki staðið sig í stykkinu með að tryggja nægt framboð lóða. Hin virðist af þeirri rót að uppboðin séu á einhvern hátt óeðlileg. Sú gagnrýni er illskiljanleg, sérstaklega úr þeim flokki sem lengst hefur gengið í markaðshyggju. Uppboð á takmörkuðum gæðum eru sanngjarnasta leið sem hægt er að fara. Með þeirri aðferð eru lóðir seldar á því verði sem kaupendur eru tilbúnir til að borga. Ein röksemd sem hefur heyrst í því sambandi er að uppboð á lóðum valdi hærra fasteignaverði. Þetta er rangt. Hátt lóðaverð endurspeglar fyrst og fremst væntingar kaupandans um fasteignaverð, þegar búið er að byggja. Þannig reiknar sá sem kaupir með því að hann fái inn bæði fyrir lóðaverði og byggingakostnaði, auk framlegðar af starfseminni þegar upp er staðið. Það hversu hátt verð menn eru til í að borga fyrir lóðir sýnir fyrst og fremst að þeir hafa trú á að fasteignaverðið muni haldast hátt. Helstu áhrifaþættir í fasteignaverði eru fjármagnskostnaður og kaupmáttur. Lægri vextir og aukinn kaupmáttur hafa verið drifkraftar hækkunar íbúðarhúsnæðis síðustu misserin. Uppboð á lóðum hefur lítið með það að gera. Þeir sem gagnrýna harðast þetta kerfi verða að koma með lausnir sem eru sanngjarnari en að selja hæstbjóðanda lóðir. Úthlutun þar sem menn eru dregnir út er ekkert annað en happdrætti á vegum hins opinbera. Þannig fá þeir sem eru heppnir afhent verðmæti sem þeir græða á, þegar við afhendingu. Íslendingar voru lengi heimsmeistarar í að gera allt sjálfir. Venjulegt fólk byggði húsin sín sjálft að mestu leyti og heilu fjölskyldurnar eyddu megninu af frítíma sínum í að skafa timbur og binda járn. Sumum kann að finnast eftirsjá að þessu, en þeim fer sennilega fækkandi. Sérhæfing samfélagsins fer vaxandi og fagmenn og sérhæfð fyrirtæki byggja nú heilu hverfin og sjá um þau allt frá hönnun til afhendingar. Nágrannaþjóðir okkar hafa haft þennan hátt á um áratuga skeið. Auðvitað á ekki að útiloka fólk frá því að standa sjálft í byggingu húsa sinna. Það er hins vegar vafamál hvort eigi að sérgreina einstaklinga og fyrirtæki þegar lóðir eru boðnar upp. Sennilega er best að láta verðið eitt ráða. Taki menn hins vegar þá afstöðu að hafa slíkan aðskilnað, þá verða menn að standa betur að málum, en gert var við Úlfarsfell. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Skoðanir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Talsverður urgur er meðal margra þeirra sem sóttu um einbýlishúsalóðir við Úlfarsfell. Hugmyndin með útboðinu var að gefa annars vegar byggingafyrirtækjum og hins vegar einstaklingum tækifæri til að bjóða í lóðir í útboðinu. Niðurstaðan er hins vegar sú að einn aðili er með hæsta boð í nánast allar lóðir í nýju hverfi. Niðurstaðan er klaufaleg í ljósi þeirra markmiða sem menn settu sér og ekki skrýtið þótt kurr sé í þeim sem ekki fengu. Gagnrýnin á að því leyti rétt á sér að úr því að markmiðið var að einstaklingar fengju tækifæri til að byggja einbýlishús, þá hefði með skýrum hætti þurft að tryggja að sami einstaklingur gæti ekki keypt nema eina lóð. Vandinn er að allar tilraunir til þess að takmarka aðgang í slíkum útboðum bjóða heim hættu á að menn finni leiðir í kringum reglurnar. Minnihluti sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur gagnrýnt þessa úthlutun, en gagnrýnin er einkum á tveimur forsendum. Annars vegar að Reykjavík hafi ekki staðið sig í stykkinu með að tryggja nægt framboð lóða. Hin virðist af þeirri rót að uppboðin séu á einhvern hátt óeðlileg. Sú gagnrýni er illskiljanleg, sérstaklega úr þeim flokki sem lengst hefur gengið í markaðshyggju. Uppboð á takmörkuðum gæðum eru sanngjarnasta leið sem hægt er að fara. Með þeirri aðferð eru lóðir seldar á því verði sem kaupendur eru tilbúnir til að borga. Ein röksemd sem hefur heyrst í því sambandi er að uppboð á lóðum valdi hærra fasteignaverði. Þetta er rangt. Hátt lóðaverð endurspeglar fyrst og fremst væntingar kaupandans um fasteignaverð, þegar búið er að byggja. Þannig reiknar sá sem kaupir með því að hann fái inn bæði fyrir lóðaverði og byggingakostnaði, auk framlegðar af starfseminni þegar upp er staðið. Það hversu hátt verð menn eru til í að borga fyrir lóðir sýnir fyrst og fremst að þeir hafa trú á að fasteignaverðið muni haldast hátt. Helstu áhrifaþættir í fasteignaverði eru fjármagnskostnaður og kaupmáttur. Lægri vextir og aukinn kaupmáttur hafa verið drifkraftar hækkunar íbúðarhúsnæðis síðustu misserin. Uppboð á lóðum hefur lítið með það að gera. Þeir sem gagnrýna harðast þetta kerfi verða að koma með lausnir sem eru sanngjarnari en að selja hæstbjóðanda lóðir. Úthlutun þar sem menn eru dregnir út er ekkert annað en happdrætti á vegum hins opinbera. Þannig fá þeir sem eru heppnir afhent verðmæti sem þeir græða á, þegar við afhendingu. Íslendingar voru lengi heimsmeistarar í að gera allt sjálfir. Venjulegt fólk byggði húsin sín sjálft að mestu leyti og heilu fjölskyldurnar eyddu megninu af frítíma sínum í að skafa timbur og binda járn. Sumum kann að finnast eftirsjá að þessu, en þeim fer sennilega fækkandi. Sérhæfing samfélagsins fer vaxandi og fagmenn og sérhæfð fyrirtæki byggja nú heilu hverfin og sjá um þau allt frá hönnun til afhendingar. Nágrannaþjóðir okkar hafa haft þennan hátt á um áratuga skeið. Auðvitað á ekki að útiloka fólk frá því að standa sjálft í byggingu húsa sinna. Það er hins vegar vafamál hvort eigi að sérgreina einstaklinga og fyrirtæki þegar lóðir eru boðnar upp. Sennilega er best að láta verðið eitt ráða. Taki menn hins vegar þá afstöðu að hafa slíkan aðskilnað, þá verða menn að standa betur að málum, en gert var við Úlfarsfell.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun