Sport

Glasgow-liðin fara ekki í ensku úrvalsdeildina

Celtic verður áfram í Skotlandi
Celtic verður áfram í Skotlandi NordicPhotos/GettyImages

Skosku stórliðin Glasgow Celtic og Glasgow Rangers munu ekki verða partur af ensku úrvalsdeildinni í nánustu framtíð ef marka má orð forráðamenn félaganna. Þeir hafa lengið verið að íhuga að koma liðum sínum í ensku úrvalsdeildina og höfðu vonir um þetta vaknað í kjölfar þess að samið var um sjónvarpsrétt í enska boltanum á dögunum, en menn hafa ákveðið að falla frá þessum áætlunum sínum.

"Það er verið að leggja lokahönd á sjónvarpsréttarmál nánustu framtíðar í ensku úrvalsdeildinnni og ég er nokkuð viss um að Celtic og Rangers verða ekki þar á meðal. Við þurfum að fá nokkuð afgerandi jákvæða útkomu úr atkvæðagreiðslum til að hljóta inngöngu og ég sé það ekki gerast í dag," sagði Peter Lawwell hjá Celtic.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×