Vill þingfund fyrir áramót 29. desember 2005 13:21 Vinstri-grænir vilja kalla þing saman fyrir áramót. Formaður Samfylkingarinnar telur enn tíma til þess. MYND/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn tilbúinn til að tilnefna fulltrúa í nefnd forsætisráðherra vegna niðurstöðu Kjaradóms, að því gefnu að þing verði kallað saman á morgun eða á gamlársdag, til að setja lög sem fresta gildistöku launahækkana æðstu embættismanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, telur enn hægt að kalla þing saman fyrir áramót. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs komu saman til fundar í morgun til að ræða niðurstöðu kjaradóms um laun þingmanna og ráðherra og störf nefndar sem forsætisráðherra hyggst skipa til að fara yfir stöðuna. "Við erum tilbúin að setja fulltrúa í nefnd til að endurskoða lögin um kjaradóm og kjaranefnd, að því undangengnu að Alþingi komi saman og fresti gildistöku úrskurðarins. Það getur þingið gert með því að koma saman á morgun eða þess vegna gamlársdag," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Þingflokkur Samfylkingarinnar kom saman til fundar klukkan eitt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir afstöðu flokksins til nefndarskipunar ráðast þar. Hún segir málið orðið óttalegt klúður og segir að það hefði verið hyggilegra af forsætisráðherra að fara að tilmælum stjórnarandstöðunnar og kalla þing saman heldur en að spila biðleik með því að leita til kjaradóms á ný. Þess vegna hafi dýrmætur tími tapast. Þingmenn Frjálslynda flokksins eru reiðubúnir að ræða þær forsendur sem kjaradómur á að dæma eftir en líst lítið á að finna annað form til að ákvarða laun þingmanna. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður flokksins, segir erfitt að ímynda sér hvað ætti að koma í staðinn og segist hafa sérstaklega lítinn áhuga á því að þingmenn lendi aftur í því að ákvarða laun sín eins og var fyrir tíð kjaradóms. Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn tilbúinn til að tilnefna fulltrúa í nefnd forsætisráðherra vegna niðurstöðu Kjaradóms, að því gefnu að þing verði kallað saman á morgun eða á gamlársdag, til að setja lög sem fresta gildistöku launahækkana æðstu embættismanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, telur enn hægt að kalla þing saman fyrir áramót. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs komu saman til fundar í morgun til að ræða niðurstöðu kjaradóms um laun þingmanna og ráðherra og störf nefndar sem forsætisráðherra hyggst skipa til að fara yfir stöðuna. "Við erum tilbúin að setja fulltrúa í nefnd til að endurskoða lögin um kjaradóm og kjaranefnd, að því undangengnu að Alþingi komi saman og fresti gildistöku úrskurðarins. Það getur þingið gert með því að koma saman á morgun eða þess vegna gamlársdag," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Þingflokkur Samfylkingarinnar kom saman til fundar klukkan eitt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir afstöðu flokksins til nefndarskipunar ráðast þar. Hún segir málið orðið óttalegt klúður og segir að það hefði verið hyggilegra af forsætisráðherra að fara að tilmælum stjórnarandstöðunnar og kalla þing saman heldur en að spila biðleik með því að leita til kjaradóms á ný. Þess vegna hafi dýrmætur tími tapast. Þingmenn Frjálslynda flokksins eru reiðubúnir að ræða þær forsendur sem kjaradómur á að dæma eftir en líst lítið á að finna annað form til að ákvarða laun þingmanna. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður flokksins, segir erfitt að ímynda sér hvað ætti að koma í staðinn og segist hafa sérstaklega lítinn áhuga á því að þingmenn lendi aftur í því að ákvarða laun sín eins og var fyrir tíð kjaradóms.
Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira