Sport

Á sér draum um að stýra Manchester United

Fabio Capello hefur áhuga á að reyna fyrir sér á Englandi, en hann hefur verið sérlega farsæll á Spáni og Ítalíu
Fabio Capello hefur áhuga á að reyna fyrir sér á Englandi, en hann hefur verið sérlega farsæll á Spáni og Ítalíu NordicPhotos/GettyImages

Ítalski knattspyrnustjórinn Fabio Capello sem gert hefur bæði Juventus og Real Madrid að meisturum á Ítalíu og Spáni, segir að hann eigi sér draum um að stýra Manchester United einn daginn í framtíðinni.

"Það yrði sannarlega draumur fyrir mig að stýra Manchester United einn daginn og ég held að það sama eigi við um alla aðra knattspyrnustjóra. Ég tek það þó fram að forráðamenn félagsins hafa ekki verið að leita til mín í því sambandi. United er risafélag með frábæran þjálfara. Í mínum augum er Alex Ferguson knattspyrnustjóri sem á skilið alla þá virðingu sem stjóri getur fengið. Ég vil halda áfram að vinna með Juventus og ætla mér að vinna deild og Evrópukeppni með liðinu, en ef tækifærið byðist í framtíðinni, held ég að ég mundi ekki slá hendnni á móti því að vinna á Englandi," sagði Capello.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×