Sport

Vongóður um að Pires verði áfram

Robert Pires vill ekki semja til eins árs við Arsenal
Robert Pires vill ekki semja til eins árs við Arsenal NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist vonast til að löngum samningaviðræðum við franska miðvallarleikmanninn Robert Pires fari nú að ljúka og segist vonast til að hann undirriti nýjan samning við félagið í næsta mánuði. Samningur Pires rennur út í sumar, en hann hefur verið tregur til að framlengja til þessa.

Pires hefur þegar verið boðinn eins árs samningur í líkingu við þann sem Dennis Bergkamp hefur þegar skrifað undir, en Pires fer fram á tveggja ára samning. Hann er 32 ára gamall og hefur verið hjá Arsenal síðan árið 2000, þegar hann gekk til liðs við Lundúnaliðið frá Marseille fyrir 6 milljónir punda.

"Ronert er mikilvægur leikmaður og hefur gert frábæra hluti fyrir félagið. Hann hefur verið dálítið inn og út úr liðinu að undanförnu, en það er bara það sem búast má við þegar leikmenn komast á ákveðinn aldur, stundum þurfa menn aðeins að kasta mæðinni. Við munum setjast niður og ræða málin í janúar og ég er viss um að við komumst að einhversskonar málamiðlun," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×