Sport

Yfirtaka fyrirhuguð fyrir áramót

Doug Ellis er hér til hægri við David O´Leary, knattspyrnustjóra Aston Villa, en sá gamli er að draga sig í hlé fljótlega
Doug Ellis er hér til hægri við David O´Leary, knattspyrnustjóra Aston Villa, en sá gamli er að draga sig í hlé fljótlega

Hópur fjárfesta sem undirbýr yfirtöku á knattspyrnufélaginu Aston Villa hefur fullan hug á því að klára málið fyrir áramót, en þeir vonast til að kaupa félagið af Doug Ellis fyrir upphæð sem nemur 64,4 milljónum punda.

"Það er möguleiki á að við náum að landa samningum milli jóla og nýárs. Ég hef fundað með herra Ellis og hann hefur verið mjög þægilegur í samningum, svo að allt gengur eftir áætlun," sagði Michael Neville, sem er í forsvari fyrir fjárfestana.

Doug Ellis hefur verið stjórnarformaður félagsins síðan árið 1982, sama ár og liðið varð Evrópumeistari síðast. Neville þessi er sjálfur mikill Villa-aðdáandi og segist vilja tjalda öllu til að koma liðinu aftur í fremstu röð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×