Sport

Leikmenn United lögðu ekki nógu hart að sér

Manchester United vill líklega gleyma Meistaradeildinni í ár sem fyrst, en liðið lenti í neðsta sætinu í riðli sínum
Manchester United vill líklega gleyma Meistaradeildinni í ár sem fyrst, en liðið lenti í neðsta sætinu í riðli sínum NordicPhotos/GettyImages

Goðsögnin Sir Bobby Charlton hjá Manchester United segir að ástæðan fyrir lélegu gengi félagsins í Meistaradeildinni, þar sem liðið endaði á botni riðils síns og komst ekki einu sinni í Evrópukeppni félagsliða fyrir vikið, sé að leikmenn hafi ekki lagt sig nógu vel fram.

"Manchester United kemst ekki sjálfkrafa áfram í kepninni og ég vona að leikmennirnir læri af þessum mistökum. Þeir munu líta til baka á þetta tímabil og gera sér grein fyrir að svona gerist ef þeir leggja sig ekki 100% fram. Ég er viss um að Alex Ferguson getur unnið úr þessu og komið liðinu á sigurbraut á ný, því ég veit ekki hvað fór úrskeiðis. Kannski voru andstæðingar United bara ekki nógu stórir til að kveikja í liðinu, ég get ekki sagt um það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×