Sport

Er í fýlu út í Wenger út af jólakorti

Jose Mourinho telur að lamið hafi verið á útrétta sáttarhönd sína
Jose Mourinho telur að lamið hafi verið á útrétta sáttarhönd sína NordicPhotos/GettyImages

Nú er komið í ljós að Jose Mourinho, stjóri Chelsea, neitaði að taka í hönd Arsene Wenger eftir leik liðanna á dögunum af því hann var í fýlu yfir því að Wenger tók illa í einlægt jólakort sem Mourinho hafði sent honum fyrir leikinn, þar sem hann baðst afsökunar á ummælum sínum um Wenger í gegn um tíðina.

Mourinho á að hafa skrifað jólakveðjur þessar sjálfur og baðst í bréfinu meðal annars afsökunar á því að hafa kallað Wenger "gluggagægir" á sínum tíma. Mourinho er sagður hafa sent jólakort til allra kollega sinna í deildinni, en kortið sem Wenger fékk var nokkuð sérstakt, því þar bauð Portúgalinn fram sáttarhönd í langri og harðri deilu þeirra tveggja. Menn í herbúðum Arsenal voru ekki á því að gleypa við kortinu og eiga að hafa látið rannsaka hvort kortið kom í raun frá Mourinho sjálfum. Ekki hefur enn komið yfirlýsing frá Arsenal vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×