Sport

Brassarnir óhressir með stuðningsmennina

Ronaldo líkir stemmingunni á Bernabeu við að spila á útivelli
Ronaldo líkir stemmingunni á Bernabeu við að spila á útivelli NordicPhotos/GettyImages

Brasilísku leikmennirnir Ronaldo, Julio Baptista og Roberto Carlos hjá Real Madrid eru allir á einu máli um að óþolinmóðir áhorfendur á Bernabeu, heimavelli liðsins, séu ein helsta ástæða þess að liðið hefur átt erfitt uppdráttar þar í vetur.

"Það er erfitt að vinna leiki þegar áhorfendurnir eru blístrandi og baulandi á okkur. Það skapar leiðinda spennu og skemmir fyrir liðinu. Þessu verður að linna, því annars vinnur liðið ekki neitt," sagði Julio Baptista og félagi hans Roberto Carlos tók í sama streng.

"Óþolinmæði áhorfenda okkar gerir allt liðið taugaveiklað, við getum aldrei slakað á, því áhorfendur krefjast þess að liðið spili alltaf hraðan bolta," sagði Carlos, en framherjinn Ronaldo líkti stemmingunni á Bernabeu við það að spila á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×