Sport

Defoe fær óumbeðið jólafrí

Jermaine Defoe missir af jólatörninni með Tottenham, en hann er meiddur á ökkla
Jermaine Defoe missir af jólatörninni með Tottenham, en hann er meiddur á ökkla NordicPhotos/GettyImages

Enski landsliðsmaðurinn Jermaine Defoe meiddist á ökkla í leiknum gegn Middlesbrough í dag og telur Martin Jol, stjóri liðsins, að hann muni verða frá í að minnsta kosti tvær vikur fyrir vikið. Þetta eru mjög slæm tíðindi fyrir lið Tottenham, sem er við það að missa egypska framherjan Mido í Afríkukeppnina og hefur því úr litlu að moða með framherja í hinni stífu jólatörn sem framundan er.

Martin Jol var þrátt fyrir það mjög ánægður með baráttu sinna manna á Riverside í dag, þó hann hefði síður kosið að fá á sig þrjú mörk. "Við þurfum klárlega fleiri mörkum að halda frá miðjumönnum okkar og því var ég mjög ánægður með að fá mark frá Jenas í dag. Lið okkar sýndi líkamlegan styrk sinn, liðsanda og skapgerð með því að ná að koma tvisvar til baka og jafna í dag, en það er eitthvað sem ég hefði ekki séð frá þessu liði á síðustu leiktíð. Stefna okkar er enda að komast í Evrópukeppnina á næsta ári og liðið er komið með hugarfar til að vinna leiki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×