Sport

Við erum með betri hóp en Chelsea

Jose Reyes hefur mikla trú á liði sínu og segir félaga sína í Arsenal staðráðna í að leggja Chelsea í stórleik helgarinnar á sunnudaginn
Jose Reyes hefur mikla trú á liði sínu og segir félaga sína í Arsenal staðráðna í að leggja Chelsea í stórleik helgarinnar á sunnudaginn NordicPhotos/GettyImages

Jose Reyes hjá Arsenal er ekki smeykur fyrir grannaslaginn við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og þó heil sautján stig skilji liðin að í töflunni, segir hann að Arsenal sé með jafn góðann eða betri hóp en meistararnir.

Arsenal hefur tapað tveimur leikjum í röð í deildinni, sem gerist ekki á hverjum degi, en Reyes segir nauðsynlegt að rífa stig af Chelsea svo toppbaráttan verði spennandi í vetur.

"Öll deildin þarf á sigri okkar að halda á sunnudaginn svo þeir stingi ekki af í baráttunni og við munum leggja allt í sölurnar til að vinna þá. Sumir segja að Chelsea sé með miklu betra lið en við , en ég held að við höfum nógu sterka einstaklinga í okkar liði til að teljast jafn góðir eða betri en þeir. Við erum enn að jafna okkur eftir að hafa misst Patrick Vieira og svo höfum við verið miklu óheppnari með meiðsli heldur en Chelsea í vetur," sagði Spánverjinn ungi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×