Sport

Þrjú sæti laus í hópnum fyrir HM

Sven-Göran hefur í mörg horn að líta áður en hann velur hóp sinn fyrir HM í Þýskalandi
Sven-Göran hefur í mörg horn að líta áður en hann velur hóp sinn fyrir HM í Þýskalandi NordicPhotos/GettyImages

Sven-Göran Eriksson hefur gefið það út að enn séu þrjú sæti laus í leikmannahópi sínum fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar. Eriksson hefur þegar nefnt 20 manna hóp, en hann ætlar sér að hafa 23 manna hóp á mótinu.

"Ég gæti líklega valið 20 menn strax núna, en eftir það verður valið erfitt," sagði Eriksson. Talið er að menn eins og Jermain Defoe, Kieran Richardson, Darren Bent og Jonathan Woodgate gætu verið þeir menn sem eru á mörkum þess að tryggja sér sæti í liðinu fyrir HM.

"Það var mjög ánægjulegt að sjá Jermain Defoe skora fyrir Tottenham, en þegar maður skoðar menn eins og Wayne Bridge og Kieran Richardson, setur maður alltaf spurningamerki við það hvað þeir fá lítið að spila hjá félagsliðum sínum. Svo er spurning með Jonathan Woodgate og hvernig verður með hann fram á sumarið. Það verður svo sannarlega í mörg horn að líta hjá mér á næstunni," sagði sá sænski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×