Sport

Kynþáttafordómar verða ekki liðnir á næsta ári

Olsson: Kynþáttafordómar verða ekki liðnir og hörðum refsingum verður beitt.
Olsson: Kynþáttafordómar verða ekki liðnir og hörðum refsingum verður beitt. NordicPhotos/GettyImages

Lars-Christer Olsson, yfirmaður UEFA segir að knattspyrnufélög í Evrópu megi ekki búast við að verða tekin vettlingatökum á næsta ári og hefur gefið það út að sambandið ætli að herða enn frekar refsingu í garð liða ef stuðningsmenn þeirra gera sig seka um kynþáttafordóma, bæði í Evrópukeppnum og heimafyrir.

"Við verðum að beita hörðum refsingum í þessum efnum og ef um uppákomur af þessu tagi verður að ræða á næsta ári, gæti farið svo að liðum verði einfaldlega vísað úr keppnum. Þetta á ekki aðeins við Evrópukeppnir, heldur einnig deildir innan landa sem eru aðilar að sambandinu," sagði Olsson ákveðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×