Kosinn þjálfari ársins af BBC
Jose Mourinho var í gærkvöld útnefndur þjálfari ársins af BBC fyrir að gera Chelsea að meisturum í fyrsta skipti í hálfa öld í fyrra, en hann tók við verðlaununum við sérstaka athöfn þar sem breskt íþróttafólk var heiðrað fyrir framúrskarandi árangur. Þá fékk brasilíska knattspyrnugoðið Pele sérstök verðlaun fyrir ævistarf sitt og það var einmitt Mourinho sjálfur sem afhenti honum verðlaunin.