Sport

Magdeburg og Århus úr leik

Alfreð Gíslason þjálfari Magdeburgar.
Alfreð Gíslason þjálfari Magdeburgar.
16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta lauk í dag þar sem Íslendingaliðin Magdeburg og Århus féllu úr keppni. Alfreð Gíslason þjálfari og lærisveinar hans í Magdeburg lágu fyrir Barcelona, 27-23 á Spáni í síðari leik liðanna og samanlagt, 47-53. Sigfús Sigurðsson og Arnór Atlason léku með Magdeburg í dag en Sigfús fékk rauða spjaldið 10 mínútum fyrir leikslok. Arnór skoraði eitt mark fyrir Magdeburg.

Sturla Ásgeirsson var hins vegar markahæstur danska liðsins Århus GF sem féll úr keppni með tapi fyrir ungverska liðinu Veszprém, 28-31. Sturla gerði 7 mörk í dag en samanlagður ósigur danska liðsins 61-49.

Auk Barcelona og Veszprém komust þýsku liðin Kiel og Flensburg áfram í 8 liða úrslit. Kiel sló út franska liðið Paris Handball og Flensburg sló út Zagreb frá Króatíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×