Sport

Chelsea heldur áfram að vinna

Frá Stamford Bridge í dag. Eiður var duglegur og mikið í boltanum eftir að hann kom inn á fyrir Robben.
MYND/Getty
Frá Stamford Bridge í dag. Eiður var duglegur og mikið í boltanum eftir að hann kom inn á fyrir Robben. MYND/Getty
Chelsea endurheimti 12 stiga forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 1-0 heimasigri á Wigan en 6 leikjum var að ljúka í deildinni rétt í þessu. John Terry skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen lék síðustu 30 mínúturnar með Chelsea en þá var honum skipt inn á fyrir Arjen Robben. Chelsea er efst í deildinni með 43 stig eftir 16 leiki, 12 stigum á undan Liverpool sem er í 2. sæti.

Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn með Charlton sem vann langþráðan sigur á Sunderland, 2-0 en Heiðar Helguson kom ekkert við sögu hjá Fulham sem tapaði fyrir Brimgingham, 1-0. Heiðar sat á bekknum allan tímann þar sem engum varamanni var skipt inn á hjá Fulham.

Staða efstu liða breyttist lítið eftir leiki dagsins en Bolton lyfti sér upp fyrir Arsenal í 5. sæti þar sem liðið er með 27 stig. Arsenal getur þó endurheimt 4. sæti deildarinnar í kvöld þegar liðið mætir Newcastle en sá leikur hefst kl. 17:15.

Úrslit dagsins í úrvalsdeildinni;

Birmingham 1 - 0 Fulham

Blackburn 3 - 2 West Ham

Bolton 1 - 1 Aston Villa

Charlton 2 - 0 Sunderland

Chelsea 1 - 0 Wigan

W.B.A. 2 - 0 Man City



Fleiri fréttir

Sjá meira


×