Baugsmálið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag og hafa hvort tveggja Bogi Nilsson ríkissaksóknari og Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari verið boðaðir í þinghaldið.
Áhöld eru uppi um hvor fer með málið eftir að Hæstiréttur ógilti úrskurð Héraðsdóms um að Sigurður Tómas væri ekki bær til að sækja það.