Innlent

Gæsluvarðhald Albana framlengt

Hæstiréttur hefur framlengt gæsluvarðhaldsúrskurð fyrir albönskum manni sem grunaður er um manndráp í Grikklandi. Maðurinn var handtekinn við komu sína hingað undir lok september fyrir að ferðast með fölsk skilríki og hefur síðan setið í fangelsi, fyrst við afplánun fangadóms og síðan í gæsluvarðhaldi.

Grísk stjórnvöld óskuðu eftir því við utanríkisráðuneytið í byrjun þessa mánaðar að maðurinn yrði framseldur en áður höfðu þau sent Ríkislögreglustjóra slíka beiðni. Maðurinn er grunaður um að hafa skotið mann til bana á jóladag í fyrra.

Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi til 19. desember eða þar til ákvörðun verður tekin um framsal hans til Grikklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×