Lífið

Aukatónleikar með Tinganelli

Vegna gífurlegrar eftirspurnar hefur verið ákveðið að efna til aukatónleika með Leone Tinganelli. Tónleikarnir verða á NASA þriðjudaginn 13. desember. Gestasöngvarar með Tinganelli verða Friðrik Ómar, Regína Ósk og Jóhann Friðgeir.

Leone Tinganelli hefur nú í haust stimplað sig inn í hjörtu landsmanna svo um munar. Hann sendi nýverið frá sér hina rómuðu geislaplötu "Ég flýg frjáls / Volo Libero" sem slegið hefur í gegn og er 3ja sending á leið til landsins. Þar flytur hann eigin lagasmíðar og texta. Nokkur þessara laga hafa hljómað á öldum ljósvakans, s.s. Ef ég gæti...Se Potessi með Regínu Ósk, Hjartasól sem hann syngur með Björgvini Halldóssyni og kom út á dúettaplötu hans, Duett og svo nú síðast lagið Kona/Donna sem hann flytur ásamt Jóhanni Friðgeir stór-tenór.

Leone mun ásamt frábærri hljómsveit og góðum gestum flytja allar ofangreindar perlur á aukatónleikunum auk þess sem hann mun með félögum sínum leika nokkrar vel valdar ítalskar perlur og lög tengd jólunum.

Þetta er kjörið tækifæri til að skella sér á frábæra tónleika, slaka aðeins á og njóta aðeins aðventunnar.

Miðasala fer fram á www.2112.is og í verslunum Pennans Eymundsson (Austurstræti og Smáralind) og Eymundsson Kringlunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×