Sport

Fer ekki til Portsmouth

Neil Warnock verður um kyrrt í Sheffield
Neil Warnock verður um kyrrt í Sheffield NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnustjórinn Neil Warnock fer ekki til úrvalsdeildarliðs Portsmouth eins og til hafði staðið, heldur verður um kyrrt í herbúðum 1. deildarliðs Sheffield United þar sem hann hefur náð góðum árangri í vetur. Forráðamenn Portsmouth hafa því beint sjónum sínum að fyrrum þjálfara félagsins, Harry Redknapp hjá Southampton.

"Ég ræddi við Milan Mandaric, stjórnarformann Portsmouth, en eftir að hafa spjallað við hann í smá stund, ákvað ég að réttast væri að fara ekki fet. Mér líkaði ekki við það hvernig hlutunum er stýrt hjá Portsmouth og því verð ég kyrr hjá Sheffield United," sagði Warnock.

Milan Mandaric hefur ákveðið að snúa sér að fyrrum stjóra félagsins, Harry Redknapp og segist ætla að biðja Southampton um leyfi til að ræða við hann. "Við höfðum þrjá stjóra í sigtinu, en þeim hefur fjölgað á síðustu tveimur sólarhringum. Við settum okkur það markmið að næla í stjóra fyrir leikinn gegn Tottenham þann 12. desember og við ætlum að standa við það," sagði Mandaric.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×