Sport

Aðstoðarþjálfararnir tilkynntir

Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix ræðir hér við dómara í leik í NBA deildinni
Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix ræðir hér við dómara í leik í NBA deildinni NordicPhotos/GettyImages

Í gær var tilkynnt hvaða menn munu gegna stöðum aðstoðarþjálfara Mike Krzyzewski hjá bandaríska landsliðinu í körfubolta fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári og fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008.

Þetta eru Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix Suns, Nate McMillan, þjálfari Portland Trailblazers og Jim Boeheim, þjálfari háskólaliðs Syracuse til þrjátíu ára.

Nefndin sem stóð að valinu ákvað að velja blöndu NBA þjálfara og háskólaþjálfara til að leggja áherslu að fjölbreyttni, en D´Antoni hefur einnig reynslu af bæði þjálfun og spilamennsku í Evrópu. Bandaríkjamenn hafa ekki riðið feitum hesti frá síðustu stórmótum í körfubolta og nú á að taka næstu tvö mót með trompi, enda verður engu til sparað í að koma liðinu á toppinn á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×