Innlent

Hefur hækkað um tvo þriðju

Útgjöld á hvern framhaldsskólanema hafa aukist um 265 þúsund krónur á núvirði síðasta áratuginn.
Útgjöld á hvern framhaldsskólanema hafa aukist um 265 þúsund krónur á núvirði síðasta áratuginn.

Árlegt ramlag ríkissjóðs vegna hvers nemanda á framhaldsskólastigi hefur hækkað um 65 prósent síðasta áratuginn. Árið 1995 voru greiddar 400 þúsund krónur á hvern nemanda að núvirði en í dag er upphæðin komin í 665 þúsund krónur.

Þetta kemur fram í svari menntamálraráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingar. Þar kemur jafnframt fram að 673 þúsund krónur voru greiddar með hverjum framhaldsskólanema á síðasta ári, átta þúsund krónum meira en í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×