Sport

Vonsvikinn með árangurinn

Alain Perrin er vonsvikinn að hafa brugðist stuðningsmönnum Portsmouth
Alain Perrin er vonsvikinn að hafa brugðist stuðningsmönnum Portsmouth NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnustjórinn Alain Perrin, sem varð í gær fyrsti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni til að vera látinn taka pokann sinn, segist harma hve illa gekk hjá liðinu undir stjórn hans og óskar liðinu alls hins besta í framtíðinni.

"Eftir að við náðum að halda liðinu uppi í fyrra, var ég gríðarlega vonsvikinn með hve illa gekk í byrjun í vetur og hve skjótan endi hlutirnir tóku fyrir mig. Það hefði verið erfitt að halda liðinu uppi í vetur, en alls ekki ómögulegt. Við vorum óheppnir með meiðsli og svo átti hópurinn alveg eftir að stilla sig saman, þannig að ég er vonsvikinn að hafa ekki geta verið áfram. Ég er fyrst og fremst vonsvikinn fyrir hönd stuðningsmanna okkar, þeir áttu betra skilið. Ég vil að lokum þakka Milan Mandaric, stjórnarformanni, fyrir samstarfið og óska félaginu alls hins besta í framtíðinni," sagði Perrin auðmjúkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×