Sport

George Best er látinn

George Best  (1946-2005)
George Best (1946-2005) NordicPhotos/GettyImages

Norður-írska knattspyrnugoðsögnin George Best er látinn á Cromwell sjúkrahúsinu í London. Hann hafði barist fyrir lífi sínu undanfarna daga með alvarlega sýkingu í lungum og var í öndunarvél. Hann hafði ekki komist til meðvitundar í nokkurn tíma og voru vinir hans og ættingjar við hlið hans á spítalanum í gær, þegar læknar gáfu það út að hann ætti skammt eftir.

George Best var lykilmaður Manchester United sem vann deildina 1965 og 1968 og var svo kjörinn besti leikmaður Evrópu árið 1968 þegar hann fór fyrir liði United sem varð Evrópumeistari það árið. Hann er almennt álitinn einn af bestu knattspyrnumönnum í sögunni, en skrautlegur lífsstíll hans varð honum að falli og Best háði harða baráttu við alkohólisma alla tíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×