Innlent

Tölvuþrjótar breyta aðferðum sínum

MYND/Hari

Tölvuþrjótar hafa í auknum mæli snúið sér frá því að ráðast á stýrikerfi tölva og kjósa frekar að ráðast á ýmis önnur forrit til þess að fá aðgang að netjónum sem og tölvum. Samkvæmt nýlegri rannsókn Bandaríska heimavarnarráðuneytisins og innra öryggiseftirlits bresku ríkisstjórnarinnar eru alls kyns afspilunarforit og vírusvarnarforrit meðal þeirra forrita sem þeir einbeita sér að í auknum mæli.

Einnig verður æ algengara að þeir komist inn á netþjóna og annan búnað tölvukerfa sem gerir þeim mjög auðvelt fyrir að hlera samskipti innan netkerfisins. Þeir ráðast því ekki lengur á einstakar tölvur heldur ferðast um heilu netkerfin í leit að upplýsingum. Netkerfi stofnana og fyrirtækja verður því æ viðkvæmara fyrir árásum og skemmdarverkum af ýmsu tagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×