Sport

Vill setja stuðningsmenn United í bann

Leikmenn United gleymdu sér í fagnaðarlátunum á The Valley um helgina og einn vallarstarfsmaður slasaðist í látunum
Leikmenn United gleymdu sér í fagnaðarlátunum á The Valley um helgina og einn vallarstarfsmaður slasaðist í látunum NordicPhotos/GettyImages

Stuðningsmenn Manchester United eiga yfir höfði sér bann á heimavelli Charlton ef kvörtun þeirra nær fram að ganga eftir atburði helgarinnar. Starfsmaður á vellinum varð fyrir kynferðislegri áreitni frá stuðningsmanni United og þar að auki fóru nokkrir stuðningsmenn liðsins inn á völlinn eftir að leikmenn liðsins höfðu stofnað til mikilla láta við endalínuna þegar þeir fögnuðu marki sínu í leiknum.

Charlton þarf að leita til enska knattspyrnusambandsins til að fá í gegn bann af þessu tagi, en stuðningsmenn og forráðamenn liðsins eru eðlilega nokkuð ósáttir með ruddalega framkomu stuðningsmanna Manchester United eftir helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×