Sport

Hitzfeld segir Manchester United hafa boðið sér starf

Ottmar Hitzfeld er mjög sigursæll þjálfari og nú virðist sem hann sé ákveðinn í að fara til Englands
Ottmar Hitzfeld er mjög sigursæll þjálfari og nú virðist sem hann sé ákveðinn í að fara til Englands NordicPhotos/GettyImages

Ottmar Hitzfeld, fyrrum þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern Munchen, segir að forráðamenn Manchester United hafi boðið sér starf hjá félaginu.

Hitzfeld, sem vann Meistaradeild Evrópu með bæði Bayern Munchen og Dortmund, segir að enska félagið hafi gert sér starfstilboð, en gefur ekki upp hvort tilboðið var upp á stöðu knattspyrnustjóra eða eitthvað annað. Sá þýski hefur verið í fríi frá knattspyrnunni í tvö og hálft ár, en segist nú vera farinn að sakna boltans.

"Ég vil snúa aftur í fótboltann og næsta sumar er heppilegur tími til þess. Ég hef rætt þetta við konu mína og henni þykir vel koma til greina að flytja til manchester eða Milan. Ég hinsvegar sé mig ekki stjórna liði á Ítalíu," sagði hann, en er þó bæði í ensku- og ítölskutímum til að bæta tungumálakunnáttu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×