Sport

Chelsea kaupir ungling á metfé

Roman Abramovic, eiganda Chelsea, munar ekki um að rífa upp budduna þegar gott býðst
Roman Abramovic, eiganda Chelsea, munar ekki um að rífa upp budduna þegar gott býðst NordicPhotos/GettyImages

Ensku meistararnir Chelsea gengu í dag frá kaupum á serbneska varnarmanninum Slobodan Rajkovic frá OFK Belgrad á metfé, 3,5 milljónir punda. Þetta er hæsta upphæð sem greidd hefur verið fyrir leikmann undir 18 ára aldri. Fjöldi stórliða í Evrópu hefur lengi verið á höttunum eftir Rajkovic, sem er fastamaður í U-21 árs liði Serbíu og Svartfjallalands.

Rajkovic fer þó ekki strax til London, heldur mun hann leika áfram með liði sínu í Belgrad út leiktímabilið 2006 - 2007, en þá gengur hann til liðs við Chelsea. Hann er aðeins 16 ára gamall og er talinn gríðarlegt efni, eins og áhugi Chelsea, Arsenal, Manchester United, Barcelona, Juventus, Real Madrid, Marseille og Inter Milan á honum staðfestir glögglega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×