Sport

Chelsea lagði Newcastle

Hernan Crespo fagnar hér marki sínu gegn Newcastle í dag
Hernan Crespo fagnar hér marki sínu gegn Newcastle í dag NordicPhotos/GettyImages

Leikjunum fimm sem hófust klukkan 15 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Chelsea sigraði Newcastle 3-0. Joe Cole, Hernan Crespo og Damien Duff skoruðu mörk meistaranna, sem hafa sem fyrr örugga forystu á toppi deildarinnar. Þá gerðist sérstakur atburður í leik Charlton og Manchester United.

Manchester United lagði Charlton 3-1 á útivelli. Alan Smith skoraði fyrsta mark United, en Darren Ambrose jafnaði metin með glæsilegu skoti. Það var svo hollenski markahrókurinn Ruud Van Nistelrooy sem tryggði United sigurinn með tveimur mörkum, en annað þeirra var skot fyrir utan vítateig og gott ef það er ekki fyrsta markið sem Nistelrooy skorar af svo löngu færi fyrir liðið.

Liverpool vann auðveldan sigur gegn slöku liði Portsmouth 3-0. Það voru þeir Zenden, Cissé og Morientes sem skoruðu mörk Liverpool í leiknum, en mark þess síðastnefnda kom eftir misheppnaða vítaspyrnu frá hinum lappalanga Peter Crouch, sem virðist vera fyrirmunað að skora mark á leiktíðinni.

Aston Villa vann góðan sigur á Sunderland á útivelli 3-1. Kevin Phillips, Gareth Barry og Milan Baros skoruðu mörk Villa, en Dean Whitehead minnkaði muninn úr vítaspyrnu í lokin.

Loks gerðu Manchester City og Blackburn markalaust jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×