Nær fjórðungur fyrrum ráðherrar 16. nóvember 2005 18:07 Utanríkisráðuneytið. MYND/GVA Sex fyrrum ráðherrar hafa verið skipaðir sendiherrar frá árinu 1995. Meirihluti sendiherra á þessu tímabili kemur þó úr störfum innan utanríkisþjónustunnar, eða fimmtán af 27 sendiherrum. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði utanríkisráðherra út í fyrri störf sendiherra sem skipaðir hefðu verið frá árinu 1995. Alls hafa 27 einstaklingar verið skipaðir sendiherrar á þessum tíma. Tólf þeirra koma úr störfum utan utanríkisþjónustunnar. Af þeim eru sex fyrrum ráðherrar, Guðmundur Árni Stefánsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Sighvatur Björgvinsson, Svavar Gestsson, Tómas Ingi Olrich og Þorsteinn Pálsson. Þrír starfsmenn forsætisráðuneytisins í ráðherratíð Davíðs Oddssonar hafa verið skipaðir sendiherrar, þeir Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri, Albert Jónsson, ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum, og Júlíus Hafstein framkvæmdastjóri heimastjórnarafmælisins. Þá hafa fimmtán starfsmenn utanríkisþjónustunnar verið skipaðir sendiherrar, einn prófessor við Háskóla Íslands, útvarpsstjóri og fyrrum framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Sigurjón Þórðarson segist ekki fá séð af þessum skipunum að hagsmuna þjóðarinnar hafi verið gætt. Þarna sé mikið um Sjálfstæðismenn, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Markús Örn Antonsson séu meðal þeirra sem hafi verið skipuð hvað nýlegast. Hann segir margar skipanirnar að undanförnu helst gefa til kynna að stjórnarflokkarnir sjái að það fjari undan þeim og því kappkosti þeir að koma sínu fólki á ríkisspenann. Þarna sé klíka sem blóðmjólki allt út úr kerfinu sem það geti og slíkt sé þjóðfélagsmein. Alþingi Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Stj.mál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Sex fyrrum ráðherrar hafa verið skipaðir sendiherrar frá árinu 1995. Meirihluti sendiherra á þessu tímabili kemur þó úr störfum innan utanríkisþjónustunnar, eða fimmtán af 27 sendiherrum. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði utanríkisráðherra út í fyrri störf sendiherra sem skipaðir hefðu verið frá árinu 1995. Alls hafa 27 einstaklingar verið skipaðir sendiherrar á þessum tíma. Tólf þeirra koma úr störfum utan utanríkisþjónustunnar. Af þeim eru sex fyrrum ráðherrar, Guðmundur Árni Stefánsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Sighvatur Björgvinsson, Svavar Gestsson, Tómas Ingi Olrich og Þorsteinn Pálsson. Þrír starfsmenn forsætisráðuneytisins í ráðherratíð Davíðs Oddssonar hafa verið skipaðir sendiherrar, þeir Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri, Albert Jónsson, ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum, og Júlíus Hafstein framkvæmdastjóri heimastjórnarafmælisins. Þá hafa fimmtán starfsmenn utanríkisþjónustunnar verið skipaðir sendiherrar, einn prófessor við Háskóla Íslands, útvarpsstjóri og fyrrum framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Sigurjón Þórðarson segist ekki fá séð af þessum skipunum að hagsmuna þjóðarinnar hafi verið gætt. Þarna sé mikið um Sjálfstæðismenn, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Markús Örn Antonsson séu meðal þeirra sem hafi verið skipuð hvað nýlegast. Hann segir margar skipanirnar að undanförnu helst gefa til kynna að stjórnarflokkarnir sjái að það fjari undan þeim og því kappkosti þeir að koma sínu fólki á ríkisspenann. Þarna sé klíka sem blóðmjólki allt út úr kerfinu sem það geti og slíkt sé þjóðfélagsmein.
Alþingi Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Stj.mál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira