Vestmannaeyjar og Reykjanesbær verst stöddu bæjarfélögin 14. nóvember 2005 19:45 Vestmannaeyjar og Reykjanesbær eru verst stöddu bæjarfélög landsins, en Bessastaðahreppur og Akranes þau best stöddu. Þetta sést þegar rýnt er í ársreikninga sveitarfélaganna. Akraness er meðal þeirra bæjarfélaga sem mest getur gert fyrir íbúa sína. Vestmannaeyjar eru hins vegar í þeim hópi sem minnsta burði hafa til að þjóna þegnum sínum. Þetta sést þegar skoðað er hve mikla fjármuni sveitarfélögin hafa á hvern íbúa til ráðstöfunar til annarra hluta en rekstrar. Verst stöddu sveitarfélög landsins eru þar með neikvæða tölu en þau eru flest fámennir sveitahreppar. Þau eru Broddaneshreppur, og Fáskrúðsfjarðarhreppur, bæði með yfir 100 þúsund króna mínus á hvern íbúa í veltufé frá rekstri, Höfðahreppur á Skagaströnd, Torfalækjarhreppur, Bláskógabyggð og Helgafellssveit. Sex bæjarfélög eru með neikvæða tölu. Þar eru Vestmannaeyjar og Reykjanesbær verst stödd en síðan koma Blönduós, Fjarðabyggð, Rangárþing ytra og Hveragerði. En skoðum best stöddu sveitarfélögin. Þar raða sér sveitahreppar í efstu sæti, Fljótsdalshreppur, sem nýtur Kárahnjúkavirkjunar, og Grímsnes- og Grafningshreppur með sín sumarbústaðalönd, tróna á toppnum en síðan koma Mjóafjarðarhreppur, Hvítársíðuhreppur, Akrahreppur og Kolbeinsstaðahreppur. Þegar best stöddu bæjarfélögin eru skoðuð er áberandi að flest þeirra eru í kringum Reykjavík. Þar er Bessastaðahreppur á Álftanesi efstur á blaði en síðan koma Akranes, Fljótsdalshérað, Grindavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær , Mosfellsbær og Ölfus. Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi kom glögglega fram gríðarlegur munur á afkomu og fjárhagslegri getu sveitarfélaga. Bæjarstjórinn á Ísafirði segir að jafna þurfi tekjum betur milli sveitarfélaga í gegnum Jöfnunarsjóð. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Sjá meira
Vestmannaeyjar og Reykjanesbær eru verst stöddu bæjarfélög landsins, en Bessastaðahreppur og Akranes þau best stöddu. Þetta sést þegar rýnt er í ársreikninga sveitarfélaganna. Akraness er meðal þeirra bæjarfélaga sem mest getur gert fyrir íbúa sína. Vestmannaeyjar eru hins vegar í þeim hópi sem minnsta burði hafa til að þjóna þegnum sínum. Þetta sést þegar skoðað er hve mikla fjármuni sveitarfélögin hafa á hvern íbúa til ráðstöfunar til annarra hluta en rekstrar. Verst stöddu sveitarfélög landsins eru þar með neikvæða tölu en þau eru flest fámennir sveitahreppar. Þau eru Broddaneshreppur, og Fáskrúðsfjarðarhreppur, bæði með yfir 100 þúsund króna mínus á hvern íbúa í veltufé frá rekstri, Höfðahreppur á Skagaströnd, Torfalækjarhreppur, Bláskógabyggð og Helgafellssveit. Sex bæjarfélög eru með neikvæða tölu. Þar eru Vestmannaeyjar og Reykjanesbær verst stödd en síðan koma Blönduós, Fjarðabyggð, Rangárþing ytra og Hveragerði. En skoðum best stöddu sveitarfélögin. Þar raða sér sveitahreppar í efstu sæti, Fljótsdalshreppur, sem nýtur Kárahnjúkavirkjunar, og Grímsnes- og Grafningshreppur með sín sumarbústaðalönd, tróna á toppnum en síðan koma Mjóafjarðarhreppur, Hvítársíðuhreppur, Akrahreppur og Kolbeinsstaðahreppur. Þegar best stöddu bæjarfélögin eru skoðuð er áberandi að flest þeirra eru í kringum Reykjavík. Þar er Bessastaðahreppur á Álftanesi efstur á blaði en síðan koma Akranes, Fljótsdalshérað, Grindavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær , Mosfellsbær og Ölfus. Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi kom glögglega fram gríðarlegur munur á afkomu og fjárhagslegri getu sveitarfélaga. Bæjarstjórinn á Ísafirði segir að jafna þurfi tekjum betur milli sveitarfélaga í gegnum Jöfnunarsjóð.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Sjá meira