Sport

Ledley King þarf í uppskurð

NordicPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn Ledley King hjá Tottenham þarf að fara í uppskurð á hné og mun í kjölfarið verða frá keppni í að minnsta kosti sex vikur, þetta kom í ljós eftir að hann frestaði að fara í aðgerð en ákvað að leika með enska landsliðinu gegn Argentínu um helgina.

Forráðamenn Tottenham eru að gera það upp við sig hvort möguleiki sé að fresta aðgerðinni þangað til að tímabilinu loknu, en talið er að King sjálfur vilji drífa sig í aðgerðina sem fyrst til að geta verið klár í slaginn með enska landsliðinu í HM í sumar. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir Tottenham, sem hefur byrjað tímabilið vonum framar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×